Skip to main content
Skip table of contents

Breytingar á lánum

Sú staða getur komið upp að gera þurfi breytingar á lánum á lánstímanum. Ef fyrsta afborgun hefur ekki verið bókuð er hægt að eyða afborgunum út og stofna uppá nýtt með nýjum skilmálum. Aftur á móti er hægt að gera aðrar breytingar eins og að greiða inná lán, greiða lán upp og fjölga afborgunum með sérstökum aðgerðum. Með afborganir skuldabréfsins opnar er hægt að velja hnappana Greiðsla eða Breyta afborgun og velja viðeigandi aðgerð.


Innágreiðsla á gjalddaga

Hækkun á einni afborgun, valin er afborgun og nafnverð upphæðarinnar sem borguð er aukalega. Mikilvægt að smella á Staðfesta til að framkvæma breytinguna. Kemur upp gluggi þar sem staðfesta að breytingin verði gerð og svo smellt í lagi til að loka glugganum.


Innágreiðsla á höfuðstól skuldabréfa með jafnar afborganir

Nýr gjalddagi er stofnaður, slá þarf inn dagsetninguna og upphæð greiðslunnar. Smellt er á til að stofna afborgunina. Mikilvægt að bóka þessa nýju afborgun áður en allar afborganir bréfsins eru uppfærðar.


Uppgreiðsla

Í reitinn Frá afborgun nr. er valin sú afborgun sem næst er til greiðslu, þá tekur kerfið allar afborganir frá og með þessari afborgun saman í eina. Svo er valin dagsetning uppgreiðslunnar. Mikilvægt að smella á Staðfesta til að framkvæma breytinguna. Þá kemur upp gluggi þar sem staðfesta þarf að breytingin verði gerð og svo smellt á Í lagi til að loka glugganum. 


Viðbætur

Hækkun á mörgum afborgunum. Slegin er inn afborgun frá og til og nafnverð upphæðarinnar í heild sem bæta á við afborganirnar. Mikilvægt að smella á Staðfesta til að framkvæma breytinguna. Þá kemur upp gluggi þar sem staðfesta þarf að breytingin verði gerð og svo smellt á Í lagi til að loka glugganum.


Fjölga afborgunum

Í Frá afborgun er valin síðasta afborgun á bréfinu og svo sleginn inn fjöldi nýrra afborgana. Mikilvægt að smella á Staðfesta til að framkvæma breytinguna. Þá kemur upp gluggi þar sem staðfesta þarf að breytingin verði gerð og svo smellt á Í lagi til að loka glugganum. 


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.