Skip to main content
Skip table of contents

Færa áfallna vexti

Hér eru áfallnir vextir reiknaðir. Þessi aðgerð er mest notuð í kringum uppgjör þegar áfallnir vextir eru bókaðir á lokadagsetningu uppgjörstímabils og bakfærðir á fyrsta degi næsta tímabils.

Áhrif keyrslunnar ná því aðeins til uppgjörsins. Niðurstöðunni er skilað í færslubók sem þarf að bóka handvirkt.

Þegar keyrslan er keyrð þarf að velja bókunardagsetningu og færslubók. Bakfærsludagsetning kemur sjálfkrafa og er dagurinn á eftir bókunardagsetningu.

Hægt er að afmarka á tiltekna bókunarflokka eða skuldabréf. Ef ekkert er valið er keyrt fyrir öll bréf í kerfinu.

Þegar keyrslan er búin að keyra opnast skýrsla á prentvænu formi með upplýsingum um fyrir hvaða bréf vextir voru reiknaðir, gjaldmiðil, höfuðstól og hvernig vextirnir eru.

Þegar keyrslunni er lokað býður kerfið uppá að færslubókin sé opnuð og hægt að bóka hana án leiðréttinga.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.