Færa afborgun í færslubók skuldabréfa
Hægt er að opna færslubók skuldabréfa af forsíðu Hlutverks Skuldabréfakerfis en einnig er hægt að opna venjulega færslubók t.d. úr leitinni.
Skuldabréfakerfið notar tvo sérstaka dálka í færslubókinni sem virkjaðir eru með rofanum Skuldabréf í haus færslubókar. Með því að virkja Skuldabréf í færslubók þá verða sýnilegir dálkarnir Bókunaraðferð og Nr. skuldabréfs.
Valkostirnir í Bókunaraðferð eru Höfuðstóll, Afborgun, Vextir, Gengisleiðrétting, Bakfæra afborgun og Annað. Til að bóka afborgun skuldabréfs þarf að velja bókunaraðferðina Afborgun. Í reitinn Nr. skuldabréfs er slegið inn númer skuldabréfsins sem verið er að vinna með.
Reitirnir Númer utanaðkomandi skjals, Tegund fylgiskjals, Tegund reiknings, Reikningur nr, Heiti reiknings og Gjaldmiðilskóti fyllast út sjálfkrafa. Einnig reiturinn Númer fylgiskjals sé sjálfgefin númeraröð sett upp á færslubókina sem verið er að nota.
Þegar þessar upplýsingar hafa verið skráðar inn í færslubókina þarf að jafna greiðslunni við rétta afborgun á bréfinu. Það er gert með því að velja Vinnsla > Afborgun eða með því að smella á punktana þrjá sem birtast aftast í reitnum Nr. skuldabréfs.
Þá opnast síðan Greiðsla skuldabréfs sem sýnir nánari upplýsingar um afborgunina sem er til bókunar á bréfinu.
Í punktunum þremur efst er hægt að komast fljótt inní spjald bréfsins, gengisskráningu og yfirlit afborgana bréfsins.
Undir Almennt er númer afborgunarinnar, gjalddagi og eindagi skv. kerfinu, gjaldmiðill og gengi (eða vísitala). Hakið Loka greiðslu stýrir því hvort að afborgunin merkist að fullu greidd eða hvort hún haldist opin svo hægt sé að bóka eftirstöðvar síðar.
Undir Greiðsla eru þrír dálkar. Afborgun sýnir sundurliðun afborgunarinnar eins og kerfið hefur reiknað hana. Greitt nú sem ætti að vera það sama og Afborgun hafi allir skilmálar bréfsins verið rétt skráðir. Í Greitt nú er hægt að eiga við tölur ef afborgunin stemmir ekki nákvæmlega. Greitt nú (SGM) ætti svo að skila sömu gildum og Greitt nú nema í gjaldmiðli kerfisins. Ef innheimtugjald er sett uppá bréfinu þá kemur það sjálfkrafa fram í sundurliðuninni.
Mikilvægt: Raðirnar Afborgun (nafnverð) og Verðbætur þurfa að vera nákvæmlega eins í öllum þremur dálkum (fyrstu tveimur ef um er að ræða lán í erlendum gjaldmiðli). Það kemur villa ef það er mismunur. Hægt er að eiga við hina dálkana að vild þó að afborgunin ætti að stemma ef forsendur bréfs hafa verið slegnar rétt inn í upphafi.
Þegar smellt er á Í lagi myndarkerfið viðeigndi línur í færslubókina. Hafi sjálfgefinn bankareikningur verið settur upp í Uppsetningu skuldabréfa þá kemur sá lykill sjálfkrafa sem mótlykill en hægt er að breyta honum áður en bókin er bókuð. Sé enginn bankareikningur valinn sem sjálfgefinn bankareikningur þá myndar kerfið ekki mótfærsluna sjálfkrafa.
Ef bóka á fleiri en eina afborgun, þá þarf að endurtaka ferlið fyrir næstu afborganir.