Skip to main content
Skip table of contents

Færa gengismun og verðbætur

Þessi aðgerð reiknar gengismun og verðbætur á lánasafninu. Í upphafi er þessi aðgerð keyrð á eftir upphafsstöðum til að koma lánum á rétta stöðu til dagsins sem er slegin inn í bókunardagsetninguna.

Niðurstöðunni er skilað inn í færslubók þar sem hægt er að lagfæra hana ef þurfa þykir en að endingu er hún svo bókuð.

Þegar færslan er keyrð þarf að velja bókunardagsetningu og færslubók.

Hægt er að afmarka á tiltekna bókunarflokka eða skuldabréf. Ef ekkert er valið er keyrt fyrir öll bréf í kerfinu.

Þegar keyrslan er búin að keyra opnast skýrsla á prentvænu formi með upplýsingum um fyrir hvaða bréf gengismismunur og verðbætur var reiknaður, gjaldmiðil, gengi/vísitölu, höfuðstól osfrv.

Þegar keyrslunni er lokað býður kerfið uppá að færslubókin sé opnuð og hægt að bóka hana án leiðréttinga.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.