Skip to main content
Skip table of contents

Færa upphafsstöðu

Eftir að afborganir hafa verið stofnaðar fyrir bréfið er hægt að færa inn upphafsstöðu bréfsins. Á spjaldi fyrir bréf er hægt að fara í aðgerð undir Vinnsla > Færa upphafsstöðu. Þessi aðgerð myndar höfuðstólsfærslur fyrir bréfið í færslubók skuldabréfa.

Reiturinn bókunardagsetningin fyllist út með útgáfudagsetningu bréfsins sem skráð er á spjaldið.

Heiti bókarsniðmáts og heiti bókarkeyrslu er færslubókin sem færslurnar fara í, kerfið sækir upplýsingar um sjálfgefin gildi í Uppsetningu skuldabréfakerfis. Sé valin færslubók með uppsetta númeraröð þá kemur númer fylgiskjals sjálfkrafa í reitinn Númer fylgiskjals. Ef ekki þá þarf notandi að setja inn númer fylgiskjals.

Nr.skuldabréfs er svo bréfið sem varr valið þegar aðgerðin var keyrð. Með því að smella á Í lagi þá myndast stofnfærsla fyrir höfuðstól skuldabréfsins og færslubókin opnast.
Hafi sjálfgefinn bankareikningur verið settur upp í Uppsetningu skuldabréfakerfis þá er hann notaður sem mótreikningur í færslunni. Ef ekkert er í uppsetningu þá kemur mótreikningur tómur.

Hafi aðgerðin verið keyrð áður á bréf og höfuðstólsfærslan bókuð, þá mun hún ekki mynda færslu aftur fyrir sama bréf.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.