Skip to main content
Skip table of contents

Gengi / vísitölur

Í stofngögnum er val um hvort notuð er gjaldmiðlatafla kerfisins eða hvort notuð er gjaldmiðlatafla skuldabréfakerfisins. Í skuldabréfakerfinu eru vísitölur meðhöndlaðar eins og venjulegur gjaldmiðill. Í gjaldmiðlatöflu skuldabréfakerfisins er skráður inn kóti gjaldmiðils/vísitölu. Reiturinn Yfirflokkur stýrir því hvort um gjaldmiðil eða vísitölu er að ræða. Þrír valmöguleikar er um að ræða, þ.e. Erlent verðtryggt, Innlent verðtryggt og Innlent óverðtryggt.

Reitur

Skýring

Erlent verðtryggt

Segir til um að gjaldmiðilskóti sé erlendur gjaldmiðill.

Innlent verðtryggt

Segir til um að gjaldmiðilskóti sé vísitala.

Innlent óverðtryggt

Segir til um að gjaldmiðilskóta skuli ekki meðhöndla í uppreikningi gengis og verðbóta.

Fyrir hvern gjaldmiðil þarf að skilgreina gengisdaga, það er gert með því að velja hnappinn Gengi.


Gengi

Möguleiki er á að lesa inn gengi gjaldmiðla beint frá viðskiptabanka ef Bankasamskiptakerfi Wise er í notkun. Gengi vísitalna er hægt að nálgast á vef Hagstofu Íslands og er gefið út einu sinni í mánuði. Til að skrá inn gengi gjaldmiðils/vísitölu er valinn hnappurinn Gengi og í töfluna Gengisskráning er gengið skráð. Í reitinn Banki er skráð inn númer bankastofnunar ef verið er að skrá inn fyrir mismunandi bankastofnanir annars er þessi reitur hafður auður. Í reitinn Gengisdagsetning er sett inn gildisdagsetning þess gengis sem verið er að skrá inn. Í reitina Kaupgengi og Sölugengi er skráð viðeigandi gengi gjaldmiðils/vísitala. Nýtt gengi er skráð í nýja línu og eldra gengi látið standa en með því er hægt að halda utan um sögu og þróun gengis.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.