Gengi / vísitölur
Í stofngögnum er val um hvort notuð er gjaldmiðlatafla kerfisins eða hvort notuð er gjaldmiðlatafla skuldabréfakerfisins. Í skuldabréfakerfinu eru vísitölur meðhöndlaðar eins og venjulegur gjaldmiðill. Í gjaldmiðlatöflu skuldabréfakerfisins er skráður inn kóti gjaldmiðils/vísitölu. Reiturinn Yfirflokkur stýrir því hvort um gjaldmiðil eða vísitölu er að ræða. Þrír valmöguleikar er um að ræða, þ.e. Erlent verðtryggt, Innlent verðtryggt og Innlent óverðtryggt.
Reitur | Skýring |
---|---|
Erlent verðtryggt | Segir til um að gjaldmiðilskóti sé erlendur gjaldmiðill. |
Innlent verðtryggt | Segir til um að gjaldmiðilskóti sé vísitala. |
Innlent óverðtryggt | Segir til um að gjaldmiðilskóta skuli ekki meðhöndla í uppreikningi gengis og verðbóta. |
Fyrir hvern gjaldmiðil þarf að skilgreina gengisdaga, það er gert með því að velja hnappinn Gengi.
Gengi
Möguleiki er á að lesa inn gengi gjaldmiðla beint frá viðskiptabanka ef Bankasamskiptakerfi Wise er í notkun. Gengi vísitalna er hægt að nálgast á vef Hagstofu Íslands og er gefið út einu sinni í mánuði. Til að skrá inn gengi gjaldmiðils/vísitölu er valinn hnappurinn Gengi og í töfluna Gengisskráning er gengið skráð. Í reitinn Banki er skráð inn númer bankastofnunar ef verið er að skrá inn fyrir mismunandi bankastofnanir annars er þessi reitur hafður auður. Í reitinn Gengisdagsetning er sett inn gildisdagsetning þess gengis sem verið er að skrá inn. Í reitina Kaupgengi og Sölugengi er skráð viðeigandi gengi gjaldmiðils/vísitala. Nýtt gengi er skráð í nýja línu og eldra gengi látið standa en með því er hægt að halda utan um sögu og þróun gengis.