Skip to main content
Skip table of contents

Grunnstillingar

Hér sést uppsetningarsíða kerfisins þar sem notendur geta stillt og breytt grunnstillingum kerfisins. Svæðin skiptast í Almennt, Númeraröð, Gengi, Sveitarfélag, og Stillingar bunka. 

Almennt

Reitur

Skýring

Öll erlend bréf á sölugengi

Tilgreinir hvort öll erlend bréf skuli uppfært miðað við sölugengi.

Gjaldmiðill verðtryggingar

Tilgreinir gjaldmiðil verðtryggingar.

Birta eingöngu opin bréf í listasíðum

Tilgreinir hvort aðeins opin bréf eða öll bréf séu birt í listasíðum.

Sjálfgefið bókarsniðmát

Tilgreinir sjálfgefið færslubókarsniðmát fyrir skuldabréfavinnslu, svo sem höfuðstól, afborganir o.s.frv.

Sjálfgefin bókarkeyrsla

Tilgreinir sjálfgefna færslubókarkeyrslu fyrir skuldabréfavinnslu, svo sem höfuðstól, afborganir o.s.frv.

Sjálfgefinn bankareikningur

Tilgreinir sjálfgefinn bankareikning til að nota sem mótreikning á móti skuldabréfafærslum sem kerfið býr til sjálft. Hægt er að breyta þessum reikning í færslubókinni sjálfri áður en hún er bókuð.

Sjálfgefinn biðreikningur

Tilgreinir sjálfgefinn biðreikning sem verður notaður sem mótreikningur á móti bakfærslum í skuldabréfakerfinu. Hægt er að breyta þessum reikning í færslubókinni sjálfri áður en hún er bókuð.


Númeraröð

Reitur

Skýring

Nr.röð eigna

Tilgreinir númeraröð fyrir eignabréf. Ef þetta er tómt þarf að handstofna númer.

Nr.röð skulda

Tilgreinir númeraröð fyrir skuldabréf. Ef þetta er tómt þarf að handstofna númer.

Nr.röð ábyrgða

Tilgreinir númeraröð fyrir ábyrgðir. Ef þetta er tómt þarf að handstofna númer.


Gengi

Reitur

Skýring

Val gengis

Tilgreinir hvort nota eigi gengistöflu Business Central kerfisins eða hvort á að nota gengistöflu skuldabréfakerfisins.

Vefsíða Hagstofu fyrir vísitölur

Slóð á vefsíðu Hagstofunnar sem birtir nýjustu vísitölur. Vefsíðan er síðan aðgengileg úr hnappi í gengisskráningu.


Sveitarfélag

Reitur

Skýring

Er sveitarfélag

Tilgreinir hvort fyrirtækið sé sveitarfélag og gerir sérstillingar fyrir sveitarfélög sýnilegar.


Stillingar bunka

Reitur

Skýring

Bunki – Afborganir fyrir gjalddaga

Tilgreinir afmörkun tímabils gjalddaga fyrir afborganir í hlutverki skuldabréfakerfis.JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.