Skip to main content
Skip table of contents

Skráning bréfa

Stofnun bréfs og skráning upplýsinga er lykilatriði fyrir því að uppreikningur og afborganir verði réttar fyrir viðkomandi bréf. Því er mikilvægt þegar bréf eru stofnuð að vandað sé til verka.

Til að stofna nýtt bréf er annað hvort smellt á flýtiaðgerð í hlutverki Skuldabréfakerfis eða smellt á Nýtt í listanum yfir viðeigandi bréf. Skráning á forsendum skuldabréfa, eignabréfa og ábyrgða er að stórum hluta eins og því verður fyrst skoðuð skráning skuldabréfa og svo tiltekin frávik á eignabréfum og ábyrgðum.

Efst á spjaldinu fyrir skráningu eru nokkrar aðgerðir.

Hnappur 

Skýring 

Vinnsla

Opnar fleiri aðgerðir.

> Stofna afborganir

Aðgerð til að reikna og stofna afborganir samkvæmt forsendum bréfsins og opna töflu með lista yfir afborganir bréfsins.

> Færa upphafsstöðu

Aðgerð sem myndar höfuðstólsfærslu samkvæmt forsendum bréfsins í valda færslubók og opnar viðeigandi færslubók þar sem hægt er að bóka færsluna.

> Uppfæra afborganir

Keyrir aðgerð sem uppfærir afborganir með nýjustu forsendum, s.s. vísitölu og vöxtum fyrir valið bréf.

Bréf

Opnar fleiri aðgerðir.

> Afborganir

Opnar lista með afborgunum fyrir valið bréf.

> Færslur

Opna lista með öllum skuldabréfafærslum fyrir valið bréf.

Aðgerðir

Opnar fleiri aðgerðir.

> Stofna afborganir

Aðgerð til að reikna og stofna afborganir samkvæmt forsendum bréfsins og opna töflu með lista yfir afborganir bréfsins.

> Færa upphafsstöðu

Aðgerð sem myndar höfuðstóls færslu samkvæmt forsendum bréfsins í valda færslubók og opnar viðeigandi færslubók þar sem hægt er að bóka færsluna.

> Afrita skuldabréf

Aðgerðir til að afrita valið skuldabréf og stofna nýtt með sömu forsendum.

> Uppfæra afborganir

Keyrir aðgerð sem uppfærir afborganir með nýjustu forsendum, s.s. vísitölu og vöxtum fyrir valið bréf.

> Uppfæra afb. á öllum bréfum

Keyrir aðgerð sem uppfærir afborganir með nýjustu forsendum s.s. vísitölu og vöxtum fyrir öll bréf.

Tengt

Opnar fleiri aðgerðir.

> Víddir

Opnar víddir tengdar völdu bréfi.

> Gengi og vextir

Opnar fleiri aðgerðir.

> Gengisskráning

Opnar gengisskráningu fyrir gjaldmiðil bréfsins sem er valið.

> Álag á vexti

Opnar glugga til að skrá vaxtaálag sem leggst á vextina sem skilgreindir eru í vaxtaflokk bréfsins sem er valið.

> Veð

Opnar lista yfir veð tengd völdu bréfi.

> Ferill

Opnar fleiri aðgerðir.

> Afborganir

Opnar lista með afborgunum fyrir valið bréf.

> Færslur

Opna lista með öllum skuldabréfafærslum fyrir valið bréf.

> Afborganir eftir tímabilum

Opnar síðuna Afborganir eftir tímabilum.

> Athugasemdir

Opnar glugga til að skrá athugasemdir á valið bréf.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.