Vaxtaflokkar
Hér eru settir upp þeir vaxtaflokkar sem verið er að nota fyrir bréf í kerfinu. Hægt er að hafa eins marga vaxtaflokka og hver vill en mælt er með því að stofnun flokka sé stillt í hóf. Ef vaxtaflokkur á að reiknast með LIBOR vöxtum þá er merkt við Libor. Ef verið er að setja inn vaxtaflokk sem ber fasta vexti er sett hak í reitinn Fastir vextir. Ef flokkurinn á að bera meðalvexti þá er merkt við Reikna meðalvexti. Fyrir hvern vaxtaflokk þarf að skilgreina vaxtadaga með því að velja hnappinn Vaxtadagsetning.
Vaxtadagsetning
Í þessari töflu er skráð vaxtaprósenta sem er í gildi á hverju tímabili fyrir hvern og einn flokk. Í reitinn Vaxtadagsetning er sett inn gildisdagsetning vaxtaprósentunnar. Í reitinn Vextir% er skráð inn viðeigandi gildi. Þegar afborganir eru stofnaðar eru þeir vextir sem eru í völdum flokk notaðir í útreikning á vaxtaupphæð gjalddaga.