Skjalalyklar
Kaflinn lýsir því hvernig setja á upp skjalaflokkunarkerfi í CoreData og viðhalda því.
Athugið að skjalaflokkunarkerfi eru einnig kölluð; málalykill, bréfalykill, efnisflokkun o.fl.
Skjalalyklar – Yfirlit
Upphafssíðan veitir yfirsýn yfir gildandi skjalaflokkunarkerfi auk aðgerða til þess að breyta og viðhalda flokkunarkerfinu.
Uppsettan skjalalykil er hægt að flytja rafrænt inn í kerfið.
Hugtök og uppbygging skjalaflokkunarkerfis
Almennt um skjalaflokkunarkerfi
Skjalaflokkunarkerfi eru stigveldisskipuð frá hinu almenna til hins sértæka.
Skjalalykill, málalykill og efnisflokkun eru orð sem jafnan eru notuð um skjalaflokkunarkerfi.
Efsta þrep er rót kerfisins og skilgreinir m.a. gildistíma þess.
Annað þrep eru svokölluð efnissvið sem eru undirskipt í flokka.
Þriðja þrep eru aðalflokkar, sem ýmist hafa undirflokka eða ekki. Almenn regla er að ekki má vista í skjöl í aðalflokka heldur einungis undirflokka hans.
Fjórða þrep eru undirflokkar aðalflokka.
Fimmta þrep eru undir-undirflokkar undirflokka o.s.frv.
Hugtök og uppbygging skjalaflokkunarkerfa CoreData
Series er undirskiptur flokkur þ.e. hefur undirflokka. Ekki er hægt að vista skjöl beint í series. Category er ekki undirskiptur flokkur. Skjöl eru vistuð undir categories. |
Skjalaflokkunarkerfi í CoreData byggja á Series og Categories.
Kerfið skilgreinir Series og Categories sjálfkrafa eftir því hvar nýtt svæði er staðsett (beint undir rót eða ekki)
Category er notað fyrir flokka sem greinast ekki niður í frekari flokka.
Category er einkum notað fyrir aðalflokka og/eða undirflokka.
Categories hafa eigindi á við aðgangstakmarkanir og geymslu- og grisjunaráætlun.
Skjöl eru vistuð beint undir categories.
Uppbygging skjalaflokkunarkerfa í CoreData:
Grunnupplýsingar um skjalaflokkunarkerfið
Til að setja upp nýtt skjalaflokkunarkerfi, t.d. vegna gildistíma skjalalykla, er smellt á Add Fileplan Root.
Þá kemur upp skráningarviðmót þar sem grunnupplýsingar eru skráðar þ.e. titill, lýsing og gildistími.
Til þess að breyta grunnupplýsingum er smellt á Edit á yfirlitssíðunni, breytingar gerðar og síðan smellt á Vista / Save eða Cancel, eftir því sem við á.
Búa til nýjan skjalaflokk
Staðsetning skjalaflokksins: Mikilvægt er að vera rétt staðsett/ur þegar flokkurinn er búinn til svo að hann verði til á réttum stað.
Skjalaflokkur beint undir rót þ.e. efnissvið? Ef já, þá þarf að velja rót skjalaflokkunarkerfisins og síðan bæta við yfirflokki eða undirflokki.
Er skjalaflokkurinn undirflokkur annars flokks? Ef já, þá þarf að velja flokkinn sem við á og síðan bæta við undirflokki.
Búa til óundirskiptan skjalaflokk (categories). Smelltu á þann flokk sem á að vera yfirflokkur flokksins og því næst á Add Fileplan Category.
Skráðu upplýsingar um skjalaflokkinn þ.e. heiti, lýsingu/tilmæli og breyttu númeri ef þess þarf. Taktu eftir að fyrri hluti númer skjalaflokksins er dreginn af yfirflokknum (series). Þegar skráningin hefur verið vistuð verður flokkurinn sýnilegur í skjalaflokkunarkerfinu.
Stilltu eigindi skjalaflokksins þ.e. aðgangstakmarkanir og geymslu- og grisjunartíma ef við á (sjá kaflana Aðgangsstýringar og Óútkljáð)
Eyðing verkefnis og skjala með skjalalykli
Í CoreData er ekki hægt að eyða út verkefni með skjalalykli nema í gegnum CoreAdmin.
Verkefnum án skjalalykla er hægt að eyða í framendanum, þ.e. ekki í CoreAdmin.
Skjölum með skjalalykli er hægt að eyða í gegnum framendan eða gegnum ferlið hér fyrir neðan:
Til að finna verkefni með skjalalykli er:
a) Farið í flipann Skjalalyklar
b) Veljið skjalalykilinn sem verkefnið er skráð á
c) Velja flipa sem heitir Skjöl
d) Velja verkefnið / skjalið sem á að eyða. Þegar verkefnið / skjal hefur verið valið kemur upp eftirfarandi valmynd, þar er hægt að smella á Ruslatunna til að eyða verkefninu / skjalinu.