Vistun / skráning viðhengja
Eftir uppfærslu í útgáfu 2023.3 í febrúar 2024 þá bættist við Afrita viðhengi í verkefni í Send to CoreData glugganum.
Sérstaklega mikilvægt er fyrir þá aðila sem eru afhendingarskyldir til Þjóðskjalasafns að huga að skráningu viðhengja úr tölvupóstum.
Sjá einnig upplýsingar hér.
Send to CoreData
Sjálfkrafa er valið að öll viðhengi sem eru stærri en 10 KB skráist sem sér skjöl í þau verkefni sem pósturinn er skráður í. Hlekkjað er á milli pósts og viðhengja.
Hægt er að taka valið af á þeim viðhengjum sem ekki á að skrá sérstaklega.
Ef taka á valið af öllum viðhengjum þá er hægt að haka í efsta boxið, þá eru öll viðhengi valin og taka svo hakið úr efsta boxinu og þá eru engin viðhengi valin til skráningar.
Ef margir póstar eru vistaðir í einni aðgerð þá er hægt að smell á Skoða skilaboð sem eru eftir í Send to CoreData glugganum:
Og taka hakið af þeim viðhengjum sem ekki á að skrá.
Draga og sleppa
Einnig er hægt að draga viðhengi úr Outlook yfir í CoreData til að skrá þau sem sér skjöl.