Undirrita
Til að nota þessa virkni þarf sá sem á að undirrita að vera skráður notandi í CoreData.
Hjá skjölum á pdf formi birtist hnappurinn Undirrita.
Ef smellt er á Undirrita þá birtist gluggi þar sem símanúmer er skráð og svo er smellt á Vista.
Þá koma upp tölur sem þarf að stemma af við tölur sem birtast á síma og staðfesta svo undirritun með rafrænum skilríkjum.