Skip to main content
Skip table of contents

RSM reikningur móttekinn og unninn

Þegar birginn er búin að móttaka pöntunina útbýr hann sölureikning og sendir. Síðan tökum við á móti reikningnum og hann birtist undir RSM móttekin skjöl.

Til þess að við getum uppfært innkaupapöntunina þarf birginn að setja númerið á pöntuninni ykkar í reit sem kallast Order refrence í XML skeytinu. Hann getur haft samband við sinn þjónustuaðila ef óljóst hvaða reitur það er.

Birginn vinnur úr pöntuninni, sendir reikning til baka og reikningur er svo móttekinn undir RSM móttekin skjöl.

Til þess að stýra reikningnum í innkaupapöntun þarf að búa til bókunarstýringu í haus fyrir þá lánardrottna sem eiga að fara þangað. Það er gert með því að opna spjaldið og velja Bókunaruppsetning og breyta bókunaraðferð í Innkaup.

Einnig þarf að eyða óþarfa tilvísunum (sjá gult á mynd sem dæmi).

Þegar bókunarstýringin er klár, er hægt að fara í að senda en við það uppfærist innkaupapöntunin. Undir kaflanum Sjálfvirknivæðing er hægt að skoða að sleppa þessu skrefi og kerfið uppfærir pöntunina sjálfkrafa.

Til þess að reikningur uppfæri innkaupapöntunina þurfa að vera ákveðnar forsendur til staðar:

  • Pöntunarnúmer að vera til staðar

  • Mælieining þarf að vera sú sama

  • Magnið má ekki vera meira en á innkaupapöntuninni

  • Vörunúmer birgjans þarf að vera það sama og skráð er á vöruspjaldi undir vörunúmer lánardrottins eða vera með vörunúmer birgjans skráð sem vörutilvísun (e. Item refrences).

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.