Uppfæra innkaupapantanir sjálfkrafa er hak í RSM grunni. Þessi reitur er nefndur í uppsetningarkaflanum í þessari handbók.

Þetta á við móttekna reikninga. Ef innkaupapöntun sem stemmir við reikning finnst, þá er hún sjálfkrafa uppfærð með upplýsingum úr reikningi og reikningur færður í Frágengin skjöl. Annars stoppar reikningurinn fyrst í RSM móttekin skjöl og síðan þarf að senda hann handvirkt yfir í Pöntun. En til þess að hann fari sjálfkrafa má magn ekki vera meira en það sem pantað var. Annars stoppar hann í Móttekin skjöl.