Skip to main content
Skip table of contents

Afstemming bankareikninga

Reitur

Skýring

Má þjappa óháð dagsetningu

Ef hakað er í þennan reit, má þjappa saman línum sem hafa mismunandi dagsetningu í yfirlitinu.

Má jafna framfyrir dagsetningu

Ef hakað er í þennan reit opnast fyrir reitinn Leyfilegur dagafjöldi framfyrir.

Leyfilegur dagafjöldi framfyrir

Hægt er að setja allt að 10 leyfilega daga í reitinn sem gefur notandanum möguleika á að láta kerfið leita að færslu til að jafna á móti allt að 10 daga framfyrir þá dagsetningu sem skráð er í afstemmingarlínu.

Má jafna afturfyrir dagsetningu

Ef hakað er í þennan reit opnast fyrir reitinn Leyfilegur dagafjöldi afturfyrir.

Leyfilegur dagafjöldi afturfyrir

Hægt er að setja allt að 10 leyfilega daga í reitinn sem gefur notandanum möguleika á að láta kerfið leita að færslu til að jafna á móti allt að 10 daga afturfyrir þá dagsetningu sem skráð er í afstemmingarlínu.

Sniðmát færslubókar bankaafstemmingar

Sjálfgefið sniðmát færslubókar sem valin er þegar myndaðar eru fjárhagsfærslur vegna mismunar í afstemmingu.

Færslubókarkeyrsla bankaafstemmingar

Sjálfgefin keyrsla færslubókar sem valin er þegar myndaðar eru færslur vegna mismunar í afstemmingu.

Fela viðbótarreiti í yfirliti

Ef hakað er í þennan reit eru auka reitir faldir í bankaafstemmingaryfirlitinu. Þessir reitir hafa upplýsingargildi við afstemmingar en geta hægt á vinnslu í stórum yfirlitum.

Nota merkingar í afstemmingu

Ef hakað er í þennan reit birtast hakreitir í afstemmingarlínum. Haka þarf sérstaklega í reitina í hverri línu við handvirka afstemmingu í stað þess að velja línur.

Má eyða stakri línu í uppgjöri

Ef hakað er í þennan reit má notandi eyða stakri línu úr uppgjöri. Það getur verið gagnlegt t.d. ef það þarf að skilja einhverjar línur eftir. Línum sem er eytt með þessum hætti koma aftur inn í afstemminguna þegar smellt er á Sjálfvirk jöfnun.

Má velja afstemmingaraðferð

Ef hakað er í þennan reit má notandi skipta um afstemmingaraðferð í opnum afstemmingum.

Fela viðbótardálka í yfirliti

Ef hakað er í þennan reit eru auka dálkar faldir í bankaafstemmingarlínum.

Mynda mótfærslu í færslubók

Ef hakað er í þennan reit myndar kerfið sjálfkrafa mótfærslu þegar færslur eru fluttar í færslubók út frá afstemmingu.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.