Skip to main content
Skip table of contents

Gengisfletting

Reitur

Skýring

Aðgerð fyrir gengisflettingu

Hér er skráð hvaða aðgerðarkóti stendur fyrir gengisflettingu.

Sjálfgefinn banki

Hér er hægt að skrá inn hvaða banki er sjálfkrafa valinn þegar gengisfletting er opnuð.

Tegund gengis

Hér er hægt að skrá inn hvaða gengistegund er sjálfkrafa valin þegar gengisfletting er opnuð. Möguleikarnir eru Gengi viðskiptabanka, Tollgengi og Seðlagengi.

Gengisupplýsingar fyrir innlestur

Hér er hægt að skrá hvaða gengisupplýsingar eru sjálfkrafa valdar þegar gengisflettingin er opnuð. Möguleikarnir eru Kaupgengi, Sölugengi og Miðgengi.

Gjaldm. Íslands – Gengisinnl.

Ef grunngjaldmiðill er annar en ISK og verið er að nota Viðmiðunargengi í Gengisflettingunni, skal hér skráður kóti sem notaður er fyrir íslenskar krónur. Í langflestum tilfellum ISK.

Sjálfgefinn gjaldmiðill innlesturs

Hér þarf að setja inn þann gjaldmiðil sem lesið er inn í. Afritast í Viðmiðunargengi í Gengisflettingarglugganum.

Lesa gengi inn í þetta fyrirtæki

Setja þarf hak í þennan reit ef halda á utan um gengisskráningu í viðkomandi fyrirtæki. Annars skráist ekki gengi í gengistöfluna.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.