Gengisfletting
Reitur | Skýring |
---|---|
Aðgerð fyrir gengisflettingu | Hér er skráð hvaða aðgerðarkóti stendur fyrir gengisflettingu. |
Sjálfgefinn banki | Hér er hægt að skrá inn hvaða banki er sjálfkrafa valinn þegar gengisfletting er opnuð. |
Tegund gengis | Hér er hægt að skrá inn hvaða gengistegund er sjálfkrafa valin þegar gengisfletting er opnuð. Möguleikarnir eru Gengi viðskiptabanka, Tollgengi og Seðlagengi. |
Gengisupplýsingar fyrir innlestur | Hér er hægt að skrá hvaða gengisupplýsingar eru sjálfkrafa valdar þegar gengisflettingin er opnuð. Möguleikarnir eru Kaupgengi, Sölugengi og Miðgengi. |
Gjaldm. Íslands – Gengisinnl. | Ef grunngjaldmiðill er annar en ISK og verið er að nota Viðmiðunargengi í Gengisflettingunni, skal hér skráður kóti sem notaður er fyrir íslenskar krónur. Í langflestum tilfellum ISK. |
Sjálfgefinn gjaldmiðill innlesturs | Hér þarf að setja inn þann gjaldmiðil sem lesið er inn í. Afritast í Viðmiðunargengi í Gengisflettingarglugganum. |
Lesa gengi inn í þetta fyrirtæki | Setja þarf hak í þennan reit ef halda á utan um gengisskráningu í viðkomandi fyrirtæki. Annars skráist ekki gengi í gengistöfluna. |