Skip to main content
Skip table of contents

Greiðslur

Reitur

Skýring

Aðgerð fyrir útgreiðslu

Hér er skráð hvaða aðgerðarkóti stendur fyrir útgreiðslur.

Sjálfgefinn bankareikningur greiðslu

Hér er hægt að velja hvaða bankareikningur er sjálfkrafa valinn fyrir útgreiðslu, bæði þegar ný greiðsla er búin til og einnig þegar verið er að greiða.

Gjaldmiðill Íslands – greiðslur

Þetta er notað ef grunngjaldmiðill er annar en íslensk króna, þá skal setja inn gjaldmiðilskóta íslenskrar krónu hér, oftast ISK.

Sniðmát færslubókar – greiðslur

Tilgreinir sniðmát færslubókar sem er notað fyrir greiðslukerfið við bókun greiðslna og áfallins kostnaðar.

Færslubókarkeyrsla – greiðslur

Tilgreinir færslubókarkeyrslu sem er notuð fyrir greiðslukerfið.

Fjárhagslykill vaxtakostnaður

Tilgreinir fjárhagslykil fyrir vaxtakostnað sem notaður er þegar áfallnir vextir eru færðir til bókunar.

Fjárhagslykill seðilgjalds

Tilgreinir fjárhagslykil fyrir seðilgjald sem notaður er þegar viðbætt seðilgjald er fært til bókunar.

Bóka greiðslumismun sem

Ef óútskýrður greiðslumunur er á færslunni er hægt að velja hvernig hann er bókaður:

  • Ekki leyft: Reiturinn Hámarksupphæð mismunar er óvirkur og ekki er leyft að bóka ef mismunur er á greiðslu

  • Sem vexti: Greiðslumismunur bókast sem vextir

  • Sem seðilgjald: Greiðslumismunur bókast sem seðilgjald

Hámarksupphæð mismunar

Í þennan reit skal setja þá hámarksupphæð sem má vera í mismun á skráðri greiðslu og þeirri sem raunverulega var greidd.

Sniðmát færslubókar – skuldabréf

Tilgreinir sniðmát færslubókar er notað fyrir greiðslukerfið við bókun greiðslna sem eru vegna skuldabréfa.

Færslubókarkeyrsla – skuldabréf

Tilgreinir færslubókarkeyrslu er notuð fyrir greiðslukerfið við bókun greiðslna sem eru vegna skuldabréfa.

Bókunardagsetning greiðslu

Hægt er að velja hvaða bókunardagsetningu kerfið á að nota fyrir greiðslur:

  • Sendingardags. greiðslu: Kerfið notar þann dag sem greiðslan er send í bankann sem bókunardagsetningu

  • Dags. greiðslustaðfestingar: Kerfið notar daginn sem greiðslustaðfesting er sótt frá bankanum sem bókunardagsetningu

Bókunaraðferð greiðslukostnaðar

Hægt er að velja hvernig kerfið bókar áfallinn kostnað og seðilgjöld:

  • Bóka kostnað inn á lánardrottinn: kostnaður bókast inn á ldr. með mótbókun á fjárhagslykil sem tilgreindur er í stofngögnum. Heildargreiðsla jafnast á móti upphaflegum reikningi og kostnaði í ldr. færslum.

  • Bóka kostnað inn á fjárhag: Kostnaður bókast beint inn á fjárhagslykil sem er tilgreindur í stofngögnum. Upphafleg upphæð reiknings jafnast á móti ldr. færslu.

Sjálfvirk bókun við greiðslu

Ef þetta er valið er bókunarferlið klárað við bókun greiðslu. Þ.e. færslur eru myndaðar í færslubók og færslubókin síðan bókuð sjálfkrafa.

Prenta prófunarskýrslu við bókun

Ef hakað er í þennan reit er prófunarskýrsla prentuð sjálfkrafa í lok greiðslubókunar. Á við þegar um er að ræða sjálfvirka bókun við greiðslu.

Opna greiðslubók eftir bókun

Ef hakað er við þennan reit þá er valin greiðslubók opnuð þegar smellt hefur verið að Bóka bunka og færslur fluttar í færslubók. Á við þegar ekki er um að ræða sjálfvirka bókun við greiðslu.

Prenta próf.skýrslu fyrir kostnað

Ef hakað er í þennan reit þá prentast út prófunarskýrsla fyrir áföllnum kostnaði. Þetta er kostnaður sem bókast áður en greiðslubók er bókuð.

Nota greiðslubækur

Ef hakað er í þennan reit, opnar kerfið fyrir möguleikann á að nota greiðslubækur. Greiðslubækur eru hugsaðar fyrir fyrirtæki eða stofnanir þar sem fleiri en einn notandi sér um útgreiðslur eða greiðslumyndanir. Þannig getur notandi stofnað greiðslur í sína eigin greiðslubók án þess að blanda þeim saman við greiðslur sem aðrir notendur hafa stofnað. Afmörkun er á greiðslubækur í greiðsluferlinu. Sjá nánar um greiðslubækur hér.

Sækja kt. frá kóta greiðanda

Ef þessi reitur er valinn gengur kerfið útfrá því að kóti viðtakanda greiðslu sé lögleg kennitala og setur því sama gildi sjálfkrafa í kennitölureit í greiðslurönd greiðslunnar.

Nota Nr.utk.skjals sem tilvísun

Ef þessi reitur er valinn er númer nr. utanaðkomandi skjals í BC notað sem tilvísunarnúmer í greiðslu sem stofnuð er út frá greiðslutillögu.

Sækja skýringu frá línu

Sækir skýringu á greiðslu út frá lýsingu á tengdri greiðslulínu.

Skilyrða val á útgr. reikningi

Ef hakað er í þennan reit þarf að velja útgreiðslureikning í greiðslutillögunni.

Senda greiðslustaðfestingu

Ef hakað er í þennan reit þá fyllist sjálfkrafa út í Senda staðfestingu í greiðslunni. Netfang er sótt af lánardrottnaspjaldi.

Sýna ef skuldajöfnun er möguleg

Ef hakað er í þennan reit verða þær línur rauðar sem hægt er að skuldajafna á móti viðskiptamannafærslum.

Skilaboð ef greiðsla er framyfir gjalddaga

Ef hakað er í þennan reit þá birtast skilaboð ef greiðsla er komin fram yfir gjalddaga.

Merkja til greiðslu við staðfestingu

Ef hakað er í þennan reit er sjálfkrafa sett hak í Greiða þegar greiðsla er staðfest.

Leyfa eigin reikninga í greiðslu

Tilgreinir hvort möguleikinn á að millifæra á milli eigin reikninga sé sýnilegur.

Hegðun vídda

Við bókun áfallins kostnaðar er hægt er að velja um hvort kerfið á a nota víddir af ldr. færslu eða sjálfgefna víddir sem eru settar upp í Bankasamskiptakerfinu:

  • Nota víddir af hreyfingum fyrst: Kerfið kannar hvort víddir eru á tengdri ldr. færslu og notar þær við bókun kostnaðar. Ef engin vídd finnst á ldr. færslu en fjárhagslykill sem notaður er við bókun kostnaðar er með skyldugan víddarkóta notar kefið sjálfgefnar víddir sem eru settar upp í Bankasamskiptakerfinu.

  • Nota sjálfgefnar víddir fyrst: Kerfið notar sjálfgefnar víddir sem eru settar upp í Bankasamskiptakerfinu en tekur ekki víddir af ldr. færslum.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.