Sjálfvirkur innlestur
Athugið að sjálfvirkur innlestur er beintengdur notkun á verkröðum sem sjá um að framkvæma umbeðna aðgerð. Það er því ekki nóg að merkja bara í viðeigandi reit um að lesa inn eða framkvæma ákveðna aðgerð sjálfvirkt, heldur verður einnig að sjá til þess að viðkomandi verkröð sé til staðar, uppsett og virk til þess að viðeigandi aðgerð sé framkvæmd. Fyrir aftan þá reiti sem tengdir eru verkröð er kominn hnappur sem hægt er að smella á til að opna flýtileið inn á viðkomandi verkraðir eða nánari stillingar fyrir þá sjálfvirkni.
Reitur | Skýring |
---|---|
Sjálfv. innlestur gengis | Tilgreinir hvort lesa eigi gengi inn í valin fyrirtæki. Gengisinnlesturinn er frábrugðinn að því leyti til að hann skráir inn gengi þvert á fyrirtæki. Því er æskilegt að láta aðeins eitt fyrirtæki sjá um gengisinnlesturinn sem síðan skráir inn gengið í þau fyrirtæki sem eru með hakað í reitinn Lesa gengi inn í þetta fyrirtæki. Ef smellt er í kassann fyrir aftan reitinn opnast gluggi fyrir verkröðina sem sér um þessa þjónustu, þar sem hægt er að tímastilla hana og keyra. Athugið að ef gengi er sótt frá Seðlabanka Íslands er það ekki gefið út fyrr en eftir klukkan 16:00 á daginn. |
Villumeðhöndlun v/sjálfvirks gengisinnlestrar | Tilgreinir hvort að það eigi að birta villu og/eða senda tölvupóst ef verkröð vegna gengisinnlesturs stoppar. Tölvupóstur er sendur á þann aðila sem skráður er í reitinn Netfang þjónustuaðila undir flipanum Almennt. Valmöguleikarnir sem í boði eru :
|
Sjálfv. innlestur á stöðu reikn. | Hægt er að láta kerfið sækja sjálfvirkt stöðu bankareikninga. Enn sem komið er koma þessar stöðuupplýsingar aðeins fram í hlutverki Bankasamskiptakerfisins. Ólíkt sjálfvirkum gengisinnlestri þarf að setja þessa þjónustu, og þeim sem á eftir koma, upp í hverju fyrirtæki fyrir sig. |
Sjálfv. innlestur á hreyfingum | Hægt er að láta kerfið sækja og skrá sjálfvirkt inn bankahreyfingar. Kerfið sækir frá þeirri dagsetningu sem síðast var sótt frá, til gærdagsins. Ef smellt er á hnappinn fyrir aftan reitinn opnast glugginn þar er hægt að velja fyrir hvaða bankareikninga á að sækja hreyfingar sjálfkrafa og grunnstillingar á þeirri þjónustu. Betur er fjallað um þennan glugga í kaflanum Uppsetningaraðstoð á sjálfvirkum innlestri bankahreyfinga. |
Flytja sjálfkrafa hreyfingar inn í yfirlit | Ef hakað er í þennan reit, eru bankahreyfingar lesnar sjálfkrafa inn í bankaafstemmingu, þ.e. ef afstemming er til fyrir viðkomandi bankareikning. Þetta virkar ekki aðeins þegar bankahreyfingar eru lesnar inn sjálfvirkt, heldur einnig þegar afstemming er stofnuð handvirkt, þá er sjálfkrafa bætt inn þeim hreyfingum sem ekki hafa áður verið lesin inn í afstemmingu. |
Sjálfkrafa stemma af yfirlit | Hægt er að láta kerfið stemma af bankaafstemmingar í gegnum verkröð. Það þarf þó einnig að velja fyrir hvaða bankareikninga á að nota sjálfvirka afstemmingu. Það er gert með því að smella á hnappinn fyrir aftan reitinn. Þá opnast gluggi með lista yfir þá rafrænu bankareikninga sem eru í boði. Sjálfvirk bankaafstemming notar þá afstemmingaraðferð sem skráð er á hvern rafrænan bankareikning fyrir sig. |
Sækja sjálfvirkt greiðslustaðfestingu | Ef þetta er valið sér verkröð um að taka við meðhöndlun á greiðslum eftir að þær hafi verið sendar í bankann og sér um að sækja greiðslustaðfestingu (og að bóka þær ef það er valið). Ef smellt er í kassann fyrir aftan reitinn opnast gluggi fyrir verkröðina sem sér um þessa þjónustu, þar sem hægt er að tímastilla hana og keyra. |
Bóka greiðslur sjálfvirkt | Þessi reitur tengist reitnum Sækja sjálfvirkt greiðslustaðfestingu. Þ.e. að þessi aðgerð er keyrð með sömu verkröð og er framkvæmd eftir að búið er að sækja greiðslustaðfestingu. Ef hakað er í þennan reit þá sér kerfið s.s. um að flytja allar greiðslur sem eru til bókunar yfir í færslubók og síðan bóka þær sjálfvirkt ef það er valið. |
Uppsetningaraðstoð á sjálfvirkum innlestri bankahreyfinga
Ef smellt er á hnappana fyrir aftan reitina Sjálfv. innlestur á stöðu reikn., Sjálfv. innlestur á hreyfingum eða Sjálfkrafa stemma af yfirlit opnast glugginn Uppsetningaraðstoð á sjálfvirkum innlestri bankahreyfinga. Í þessum glugga valið t.d. fyrir hvaða reikninga á að sækja hreyfingar, eða fyrir hvaða reikninga á að stemma hreyfingar af sjálfkrafa. Þarna þarf einnig m.a. að frumstilla t.d. hvenær síðast voru sóttar hreyfingar og staðfesta að tenging við viðkomandi rafrænan bankareikning sé í lagi.
Reitur | Skýring |
---|---|
Bankareikningur | Hér er valinn hvaða bankareikning í BC á að gera að rafrænum bankareikning þannig að hægt sé að sækja stöðuyfirlit og/eða hreyfingar. |
Bankastofnun | Hér er valið hjá hvaða bankastofnun viðkomandi bankareikningur tilheyrir. |
Vefþjónustutenging | Segir til um hvort viðkomandi bankareikningur eigi að hafa rafræna tengingu við bankann. Ef valið er eitthvað annað en óvirkur, verður gert ráð fyrir að bankareikningurinn hafi rafræna tengingu. Þannig mun t.d. viðkomandi reikningur birtast í lista yfir þá reikninga sem hægt er að sækja stöðu eða bankahreyfingar fyrir. |
Rafræn tenging við reikning staðfest | Þegar nýr bankareikningur er skráður inn í þennan lista, kemur hann sjálfgefið með Nei í þennan reit. Í fyrsta skiptið sem staða eða hreyfingar eru sóttar fyrir reikninginn með góðum árangri, uppfærist þessi reitur með gildinu Já. Það er mikilvægt að búið sé að staðfesta rafræna tengingu þannig að þetta gildi sé Já, áður en merkt er að lesa sjálfkrafa inn hreyfingar fyrir viðkomandi reikning. |
Hreyfingar síðast sóttar | Segir til um til hvaða dags bankahreyfingar voru síðast lesnar inn. |
Sjálfvirkur innlestur á bankahreyfingum eða stöðu | Ef hakað er í þennan reit verða stöðuupplýsingar eða hreyfingar lesnar sjálfkrafa inn fyrir þennan bankareikning (þ.e. ef það er einnig valið í stofngögnum). Aðeins er hægt að haka í þennan reit ef rafræn tenging við reikning hefur verið staðfest og ef dagsetningin í hreyfingar síðast sóttar er ekki eldri en gærdagurinn. Þetta er gert til þess að minnka hættu á að upp komi villa í verkröð, t.d. ef sótt er of langt tímabil í fyrsta skiptið eða ef tengingin við bankann sé ekki að virka rétt. * |
Sjálfkrafa stemma af yfirlit | Ef hakað er í þennan reit mun kerfið reyna að stemma af þá bankaafstemmingu, þ.e. ef einhver finnst, sem tilheyrir viðkomandi bankareikningi. * |
* Í tilfelli sjálfvirks innlesturs á stöðu og hreyfingum annars vegar og sjálfvirkri afstemmingu hinsvegar er vissulega nauðsynlegt að viðeigandi verkraðir séu rétt uppsettar og séu í stöðunni Tilbúið til þess að sjálfvirknin eigi sér stað. Hægt er að smella á aðgerðina Verkröð fyrir sjálfvirkan innlestur til þess að opna glugga sem sýnir þessar verkraðir og stöðuna á þeim.