Skip to main content
Skip table of contents

Vinnuferli afstemminga

Hér er sett fram einfaldasta mynd vinnuferils og er hugsuð fyrir notendur að nota sem tékklista við þessa vinnu.

  • Nýtt yfirlit stofnað með því að smella á hnappinn Nýtt og bankareikningsnúmer valið inn

  • Lokadagsetning tímabilsins sem á að stemma af er slegin inn

  • Smella á hnappinn Sjálfvirk jöfnun

  • Ýta á hnappinn Í lagi

  • Smella á hnappinn Sýna ójafnað sem er undir flipanum Jöfnun

  • Jafna þær færslur sem standa eftir

  • Smella á hnappinn Sýna allt sem er undir flipanum Jöfnun

  • Smella á hnappinn Bóka og bóka yfirlitið


Nýtt yfirlit stofnað og númer bankareiknings er sett inn

Nýtt yfirlit er stofnað með því að smella á hnappinn Nýtt og að því loknu er bankareikningur valinn í reitinn Númer bankareiknings. Þá fyllist sjálfkrafa út í reitinn Nr. yfirlits næsta númer við síðasta bókaða yfirlit á þennan tiltekna bankareikning.

Einnig fyllast út upphæðarreitirnir til hægri á haus yfirlitsins. Staða síðasta yfirlits sýnir lokastöðu síðasta bókaða yfirlits. Lokastaða yfirlits sínir lokastöðu þess yfirlits sem verið er að vinna með og á sú upphæð að stemma við bankayfirlit þann dag sem valinn hefur verið í reitnum Dags. yfirlits.


Sjálfvirk jöfnun

Þegar smellt er á hnappinn Sjálfvirk jöfnun opnast nýr gluggi Sjálfvirk afstemming.

Undir flipanum Valkostir eru upplýsingar um númer bankareikningsins sem verið er að vinna með, númer afstemmingar, dagsetning og afstemmingaraðferð sem nánar er skýrð í kaflanum. Ef það þarf að breyta þessu stillingum er það gert í stofngögnum Bankasamskiptakerfisins.

Reitur

Skýring

Fjöldi daga á undan

Í þessa reiti er hægt að fylla út þá dagafjölda sem þú vilt leyfa kerfinu að hafa í skekkju ef opið er fyrir þann möguleika í kerfinu skv. stillingum í Bankasamskiptagrunni.

Að öllu jöfnu er haft 0 í þessum reit nema sérstakar ástæður gefi tilefni til annars.

Fjöldi daga á eftir

Samsvarandi er virkni reitsins Fjöldi daga á eftir.

Að öllu jöfnu er haft 0 í þessum reit nema sérstakar ástæður gefi tilefni til annars.

Sleppa jöfnun

Ef hakað er í þennan reit þá eru rafrænar bankahreyfingar lesnar inn í afstemminguna en ekki reynt að stemma af við bókhald.

Slétta upphæð

Upphæðir eru rúnaðar upp í heila tölu áður en þær eru bornar saman.

Jafna á móti

Gefur möguleika á að jafna á móti upphæð eða eftirstöðvum. Að jafna á móti eftirstöðvum er notað í þeim tilvikum þar sem færslur hafa verið jafnaðar að hluta og óskað er eftir því að kerfið leiti að og jafni eftirstöðvar færslunnar.

Þegar smellt er á hnappinn Í lagi sækir kerfið færslur þessa bankareiknings sem áður hafa verið lesnar inn frá bankanum (sjá kaflann Innlestur bankahreyfinga) og les þær saman við færslur sem bókaðar hafa verið á þennan bankareikning í BC. Glugginn lokast og sýnin færist aftur yfir á afstemminguna.

Færslurnar sem jafnast með sjálfvirkri jöfnun merkjast grænar og feitletraðar, aðrar sem sitja eftir þarf að meðhöndla sérstaklega.

Lokastaða yfirlits og Staða alls

Sýnir lokastöðu þess yfirlits sem verið er að vinna með. Sú upphæð á einnig að stemma við bankayfirlit þann dag sem valinn er í dags. yfirlits.


Sýna ójafnað

Þessi hnappur afmarkar þær línur sem ekki hafa jafnast sjálfvirkt út og þarf því að handjafna.

Með því að smella á hnappinn auðveldar það vinnuna þegar verið er að vinna við handjöfnun. Um leið og upphæð hefur verið jöfnuð dettur hún út vegna þessarar afmörkunar og eingöngu er horft á þær línur sem á eftir að jafna. Þegar allar færslur hafa verið jafnaðar er glugginn því tómur. Þá er smellt á hnappinn Sýna allt.


Handvirk jöfnun

Ástæðan fyrir því að færslur jafnast ekki sjálfkrafa geta verð margvíslegar. Þó eru þrjár megin ástæður fyrir því að færslur jafnast ekki sjálfkrafa, þ.e. dagsetning er ekki sú sama í banka og bókhaldi, ein færsla í banka þarf að jafnast á móti fleiri en einni færslu í bókhaldi eða tvær eða fleiri færslur eru í banka á móti einni í bókhaldi.

Þegar færslur eru jafnaðar handvirkt þarf að velja þær línur sem á að jafna bæði í bókhaldi og í banka. Að því loknu er smellt á hnappinn Handvirk jöfnun.

Sýna allt

Ef smellt hefur verið á hnappinn Sýna ójafnað er glugginn tómur þegar allar færslur hafa verið jafnaðar. Þá er smellt á hnappinn Sýna allt og birtast þá allar línur yfirlitsins.

Yfirlit bókað

Þegar lokið hefur verið við að jafna allar færslur er yfirlitið bókað. Við bókun er bankareikningsfærslunum lokað.

Yfirlitið lokast og færist yfir í bókuð yfirlit. Þau er hægt að skoða beint frá yfirliti Bankareikninga, með því að smella á hnappinn Yfirlit. Einnig er hægt að skoða þau frá Bankareikningsspjaldi með því að smella á samskonar hnapp.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.