Bókun
Hér eru settir upp lyklar og kostnaðaraukar fyrir viðbótarkostnað sem bóka á. Einnig er valið um aðferð við bókun kostnaðar og hvað skal bóka.
Skipting kostnaðar eftir: Hér má velja að dreifa viðbótarkostnaði eftir því hvaða víddir eru valdar á vörureikninga tollskýrslunnar. Val er um: Deild, Verkefni eða Deild+Verkefni.
Lágmarksupphæð til skiptingar: Hér er hægt að setja lágmarksupphæð sem skipt er. Ef upphæð er lægri er hún sett á fyrstu deildina/verkefnið.
Extra kostn. % fyrir kostn.auk.reikn: Hérna er hægt að setja inn kostnaðarauka % sem bókast aukalega með kostnaðarverðinu. % reiknast af tollverðinu. Fjárhagsbókunin fer í gegnum kostnaðarauka sem er stillt í reitnum Kostnaðarauki fyrir extra kostnað.
Kostnaðarauki fyrir extra kostnað: Kostnaðarauka uppsetning fyrir extra kostnað.