EDI
Bókun tolls/aðfl.gjalda: Hér er yfirleitt valið EDI, þá bókast allur kostnaður skv. EDI skeyti en ekki útreiknuðum gjöldum tollkerfis.
Færslubókarsniðmát EDI: Hér er valið það færslubókarsniðmát sem nota á til að skrá innlesin EDI tollgjöld.
Færslubókarkeyrsla EDI: Hér er valin sú færslubókarkeyrsla sem innlesin EDI gjöld eiga að skrást í.
Velja þarf fjárhagslykla og lánardrottinn fyrir VSK, gjöld og tolla sem myndast við innlestur EDI skuldfærslu.
Öll EDI skeyti í færslubók: Þá fara öll skeyti beint í færslubók en bókast ekki með tollskýrslu. Ekki notað ef kerfið er stillt á að nota Kostnaðaraukabókun.
Sýna innlesin EDI skeyti. Þá opnast glugginn EDI svarskeyti við innlestur til að notandi geti yfirfarið og jafnvel prentað út skeytin úr einum glugga í stað þess að fara inn í hverja tollskýrslu og prenta.
Skrá EDI mun í athugasemdir: Hér er hægt að haka við til að skrá í athugasemdir ef mismunur er á innlesnum EDI svörum og útreiknuðum gjöldum í kerfinu.