Þegar hakað er við að Bóka tollgjöld beint í fjárhag þá bókar kerfið aðflutningsgjöld og VSK í tolli beint á fjárhagslykla sem tilgreindir eru í tollkerfisgrunni á flipanum EDI.Þegar hakað er við Bóka tollgjöld beint í fjárhag þá þarf að vera stillt á EDI í reitnum Bókun tolls/aðfl.gjalda á EDI flipanum til að kerfið bóki nákvæmlega það sama og er í skuldfærsluskeytinu frá Tollstjóra.

Ef ekki er hakað í reitinn Bóka tollgjöld beint í fjárhag fer tollkostnaðurinn í færslubók sem hægt er að fara yfir og breyta.