Kostnaðarhlutfall vöru
Flutningsgjöld og annar sameiginlegur kostnaður dreifist á vörurnar eftir fyrirfram ákveðnum reglum.
Til að finna hlutfall hverrar línu í sameiginlegum kostnaði þá er reiknað skv. eftirfarandi:
- Ef dreifing kostnaðar skv. tollkerfisgrunni er FOB-verð
- FOB-verð í línu deilt með Heildar FOB-verð sendingar
- Ef dreifing kostnaðar er skv. Nettóþyngd
- Nettóþyngd í línu deilt með Heildar nettóþyngd sendingar
Óbeinn kostnaður er svo reiknaður út:
- Heildarkostnaður á sendingu (fyrir utan sérgjöld pr. Tollflokk) margfaldað með kostnaðarhlutfalli sem reiknað var út.
Kostnaðarverð vöru er svo fundið út með því að reikna:
- Ein.verð ISK (skv. bankagengi) (Erlenda verðið * gengi)
+
Aðflutningsgjöld og tollar (á einingu)
+
Óbeinn kostnaður (á einingu)
Þetta getur notandi stemmt af með því að rýna í útprentun kostnaðarútreiknings.