Kostnaðarverðsútreikningur með extra kostnaði
Mögulegt er að setja inn % upphæð í tollkerfisgrunn sem bætist á kostnaðarverðið hverju sinni. Þessi % upphæð reiknast af tollverðinu og dreifist á línurnar hlutfallslega. Kostnaðurinn bókast með kostnaðarauka sem er einnig stilltur í tollkerfisgrunni. Þetta er hægt að nýta ef það þarf að leggja auka álag á vörur. Kostnaðurinn bókast sérstaklega með kostnaðarauka sem gerir notendum kleift að hafa betri yfirsýn á hversu mikið álag hefur verið bókað inn með kostnaðarverði vörunnar.
Reitirnir í tollkerfisgrunni heita Extra kostn. % fyrir kostn.auk.reikn og Kostnaðarauki fyrir extra kostnað.
Þessi extra kostnaður birtist einnig á kostnaðarverðs skýrslunni, bæði heildarkostnaðurinn og á einingu eða hlutfallslega á einingu ef það eru fleiri vörur í dálknum Annar kostnaður.