Álagning % sett inn og verðútreiknað

Byrjað er á að setja inn % í reitinn Álagningar % (Framlegðar % ef framlegð valin í Tollkerfisgrunni) og ýtt á Verðútreikna.
Við það reiknast út nýtt söluverð m.v. þá álagningar% á allar línurþ

Framlegð afrituð af birgðaspjaldi

Mögulegt er að sækja núverandi framlegðar % af birgðaspjaldi hverrar vöru fyrir sig og reikna út nýtt söluverð miðað við að halda sömu framlegð áfram þrátt fyrir nýtt kostn.verð. Smellt er á aðgerðina Afrita framlegðar% af birgðaspjaldi. Reiknast þá út ný verð í leiðinni.

Uppfæra söluverð

Uppfæra söluverð aðgerðin er valin til að innleiða verðbreytingu, þá uppfærast öll verð skv. vöruverðsútreikningnum.