Myndun kostnaðaraukareikninga
Þegar aðferðin Bóka kostnaðarauka er valin er möguleiki í bókuðu tollaskjali að mynda kostnaðarreikninga.
Einn kostnaðaraukareikningur myndast fyrir hvern flutningsaðila skv. kostnaðarsniðmáti og fyrir Tollstjórann einnig ef ekki er búið að velja beina bókun í fjárhag (Tollkerfisgrunni undir flipanum Bókun).
Tollkerfið sér um að úthluta skiptingu kostnaðarauka á hverja vörulínu og þ.a.l. bóka óbeinan kostnað á vöruna. Svo er valið Bóka kostnaðarreikninga til að bóka alla kostnaðarreikningana í einni aðgerð.
Virðisfærslur á vörunni líta þannig út eftir bókun
Hér er ekki þörf á að skoða niðurbrot þar sem hver kostnaðarliður kemur inn sem sér virðisfærsla.