Skip to main content
Skip table of contents

Stofngögn

Hér eru sett inn gildi sem koma sjálfkrafa í allar tollskýrslur til að spara notanda innslátt í hverja skýrslu. Á myndinni má sjá stillingar eins og almennt eru hafðar.

Skýrsla : Við tollafgreiðslu þarf að gefa upp tegund, þ.e. hvort um er að ræða rafræna afgreiðslu AL, bráðabirgðaafgreiðslu BB eða annað. Hér eru settar inn viðeigandi skammstafanir fyrir tegund tollafgreiðslu. Þetta er sjálfgefið gildi en má breyta í hverri tollskýrslu.

VY-lykill: Þessi lykill gefur til kynna hvernig viðskiptaverð tollskýrslunnar ákvarðast og er gefinn upp í tölustöfum frá 1-7 þar sem 1 táknar viðskiptaverð vöru, 6 matsverð og 7 vöru án endurgjalds svo eitthvað sé nefnt.

Vörugeymsla: Sú geymsla farmflytjanda sem oftast er notuð (eða í 90% tilfella hjá innflytjanda).

Greiðslumáti : Hér eru settar inn upplýsingar um hvernig greiða á innflutningsgjöld, hvort um skuldfærslu hjá tollstjóra er að ræða, staðgreiðslu eða annað.

Pappírsumbúðaskylt – upphgildi: Hér er sett inn sú reikniregla pappírsumbúða sem á að notast við í útreikningi tollskjals. Þrjár aðferðir eru mögulegar þ.e. PP1 þegar þyngd umbúða er þekkt, PP2 þegar áætla á þyngd umbúða og PPX ef ekki er um pappírsumbúðir að ræða

Plastumbúðaskylt- upph.gildi: Hér er sett inn sú reikniregla plastumbúða sem á að notast við í útreikningi tollskjals. Þrjár aðferðir eru mögulegar þ.e. PL1 þegar þyngd umbúða er þekkt, PL2 þegar áætla á þyngd umbúða og PLX ef ekki er um plastumbúðir að ræða

Dreifa flutn.kostn.reikninga: Ef hakað hér og flutningskostnaður er tilgreindur á einum af mörgum vörureikningum frá birgja dreifist sá kostnaður á allar vörurnar (líka úr hinum vörureikningunum). Ef um er að ræða safnsendingu þá fer þetta hak af.

Tékka á qty. í bókun á móttöku: Ef hakað er í reitinn athugar kerfið við bókun hvort magn liggi í opinni tollskýrslu.

Afrita erl.kostnað í AK2: Við að haka hér í afritast annar kostnaður á erlendum vörureikningi yfir í kostnaðarfærslur. Ef ekkert sniðmát er fyrir hendi afritast kostnaðurinn ekki.

Sjálfgefin tegund kostnaðar frá Fjárhagslínu í IP: Hér má velja um erl. kostnað eða flutningskostnað, en ef fjárhagslykill er settur í innkaupalínu afritast sú lína inn í vörureikninginn eins og valið er hér.

Deild kóti : Flýtivíddarkóði sem settur er upp í fjárhagsgrunni.

Verkefni kóti : Flýtivíddarkóði sem settur er upp í fjárhagsgrunni.

Fjöldi fylgibréfa: Upplýsingar um fjölda fylgibréfa sem tilheyra tollskýrslu.

Fjöldi vörureikninga: Upplýsingar um fjölda reikninga sem tilheyra tollskýrslu.

Fjöldi flutn. Reikninga: Upplýsingar um fjölda flutningsgjaldareikninga sem tilheyra tollskýrslu.

Fjöldi pakklista: Upplýsingar um fjölda pakklista sem tilheyra tollskýrslu.

Fjöldi annarra skjala: Upplýsingar um fjölda annarra skjala sem tilheyra tollskýrslu.

Afrita magn til móttöku: Ef notandi vill breyta magni til móttöku í innkaupapöntun til samræmis við það sem er að koma og afrita svo í tollskjal, þá er hakað hér.

Birgðageymsla vöruhúss: Ef fyrirtæki nota vöruhúsakerfi og fyrirtæki vilja stofna vöruhúsamóttöku í gegnum tollakerfið þá er birgðageymslan stillt hér.

Netföng tollkerfisstarfsmanna v. móttöku: Hérna eru netföng sett inn hjá þeim aðilum sem vilja fá póst þegar vöruhúsamóttaka hefur verið bókuð.

Heimila sjálfvirkan lestur gengis: Hér er hægt að nýta þann möguleika að kerfið sæki tollgengi um leið og dagsetning er slegin inn í tollskýrsluna.

Tegund viðskipta: Í þennan reit er skráð sú tegund viðskipta sem oftast á við í innflutningi fyrirtækisins.

Sjálfgefin tollmeðferð: Hér er skráð viðeigandi tollmeðferð sendingar skv. lista frá tollstjóra

Sjálfgefinn fyrri tollmeðferð: Hér eru skráðar upplýsingar um hvort sending hefur áður verið meðhöndluð af tolli.

Sjálfgefinn flutningsmáti: Hér má skrá þann flutningsmáta sem við á um sendingu t.d. 10 fyrir sjóflutning.

Nú innflutningstollskýrsla í notkun frá (dags.): hér er skráð hvenær ný tollskýrsla SAD er tekin í notkun.

Kenni nýrrar innflutningstollskýrslu: í þennan reit er skráð skýrslunúmer nýrrar tollskýrslu í kerfinu.

Heiti nýrrar tollskýrslu: Hægt er að skrá nafn nýrrar tollskýrslu hér.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.