Uppsetning kostnaðarsniðmáta
Kostnaðarsniðmát stjórna bókun kostnaðar á lánardrottinn og í fjárhag. Stofna þarf kostnaðarsniðmát fyrir hvern flutningsaðila þar sem það stýrir bókun á flutningskostnaði skv. afhendingarskilmálum.
Stofnun kostnaðarsniðmáts fyrir bókun í færslubók
Uppsetning í tollkerfisgrunni
Setja kostnað í færslubók: Við bókun tollskjals bókast tollkostnaðarfærslur í færslubók skv. kostnaðarsniðmáti. Hægt er svo að yfirfara færslubókina m.t.t. til reiknings flutningsaðila áður en bókað er.
Kóti: Hafður lýsandi, oftast fyrir flutningsaðilann
Heiti: Er ítarlegra heiti
Sendingarkóti: Fyrsti stafur í sendinganúmeri þess flutningsaðila sem verið er að setja upp fyrir.
Tegund reiknings: Á að vera fjárhagur.
Tegund mótreiknings: Á að vera lánardrottinn (flutningsaðili).
Valinn er lykill fyrir hverja tegund kostnaðar, ef sami lykillinn er tiltekinn oftar en einu sinni sameinast þær línur í eina í færslubókinni.
Athuga að aðeins má tilgreina einu sinni hverja tollkostnaðartegund nema Innlendur kostnaður, þar er leyfilegt að hafa margar línur. Þær línur eru fyrir kostnaðarverðsútreikning, ekki tollskýrsluna sjálfa.
Ef valinn fjárhagslykill ber VSK þá mun reiknast VSK ofan á upphæðina í kostn.færslunum.
Stofnun kostnaðarsniðmáts fyrir kostnaðarauka
Sú leið er í boði að bóka ekki kostnaðinn á vöruna sem óbeinan kostnað og setja í færslubók, heldur nota kostnaðarauka. Þá bókast innkaupareikningurinn án óbeins kostnaðar og til verða sér innkaupareikningar fyrir hvern flutningsgjaldareikning (lánardrottin) og þarf að bóka þá reikninga sérstaklega.
Ef bið er á að bóka reikningana fyrir kostnaðaraukanum er kostnaðarverðið ekki allt komið á vörurnar og þarf að taka tillit til þess.
Uppsetning kostnaðarsniðmáts fyrir kostnaðarauka
Uppsetning kostnaðarauka