Breytingar færðar í viðauka
Til að finna út hver heildarkostnaður breytinganna, í þessu dæmi veikindaafleysinganna, þá er farið í launasamantektir og endurskoðuð áætlun uppfærð þar (kerfið gerir það sjálfkrafa ef hak hefur verið sett í samanburðinum
![](../__attachments/429228040/image-20231212-101225.png?inst-v=bb2e6759-bd59-4c4d-9470-d5831b921d4c)
Hak við að uppfæra
Sprengja má upp samanburðinn til að sjá kostnaðarbreytingu og hægt er að hafa mismuninn bæði í upphæðum og/eða prósentum
![](../__attachments/429228040/image-20231212-101710.png?inst-v=bb2e6759-bd59-4c4d-9470-d5831b921d4c)
Heildarkostnaður
Hér má sjá að heildarkostnaður afleysinganna er 5.069.505,- kr.
Til þess að færa þennan kostnað í viðauka, er aftur farið lista launaáætlana og valið breytingar fluttar í viðauka:
![](../__attachments/429228040/image-20231212-101851.png?inst-v=bb2e6759-bd59-4c4d-9470-d5831b921d4c)
Þá þarf að stofna viðauka, sem er síðan uppfærður í fjárhagsáætlun þegar hann hefur verið lagður fyrir byggðarráð/sveitarstjórn.