Einfaldast er að halda utan um kjarasamninga á þann hátt að skrá einungis mánaðarlaun eða dagvinnulaun og skrá alla aðra taxta sem hlutföll af þeim. Þá er valinn liðurinn Afleiddir launataxtar og skráð þar hvernig taxtar eiga að reiknast frá grunntaxtategund kjarasamnings. Hér er dæmi um það hvernig slíkt er sett upp af mánaðarlaunum. Athugið að þessar tölur gilda auðvitað ekki fyrir alla kjarasamninga og eru einungis til að sýna virknina.