Fastir launa- og kröfuliðir
Fastar bækur eru ætlaðar fyrir þá launaliði og kröfuliði sem eru óbreyttir milli launaútborgana. Við vinnslu launa er hægt að sækja þessar færslur með einni aðgerð yfir í launabók en þá er valið í uppsetningu útborgunartegundar að meðferð fastra bóka sé handvirk. Ef valið er að meðferð fastra bóka sé sjálfvirk stofnast seðlar sjálfkrafa á fastar bækur án viðkomu í launabók en sú uppsetning getur flýtt mikið fyrir launaútreikingi. Þegar kjarasamningar hækka er hægt að hækka taxta í föstum bókum með aðgerð úr kjarasamningnum.
Athugið að Starfsmannafélag er einnig hægt að setja beint á starfaspjald en þar er reitur fyrir kröfutegund starfsmannafélags og þá reiknast það sjálfkrafa.