Hækkun launataxta
Ef hækka á launataxta eða breyta á einhvern hátt er valin aðgerðin Breyta launatöxtum.
Þar opnast valmynd hækkunar og þar er hægt að hækka taxta um ákveðið hlutfall eða krónutölu. Ef hækkanir eru mismunandi er hægt að hækka eftir afmörkun. Mun algengara er reyndar í dag að taxtar séu lesnir inn. Ef svo er, er valin ný gildisdagsetning og hækkað án nokkurs hlutfalls. Síðan er töxtunum eytt út og nýir lesnir inn í staðinn.
Það er mikilvægt að velja alltaf Stofna nýjan samning þegar kjarasamningum er breytt. Sé það ekki gert, þá breytist núverandi samningur og afturvirkar leiðréttingar verða erfiðar.
Eftir hækkun kjarasamnings er hægt að hækka allar fastar bækur honum tengdar með einni aðgerð af spjaldi samningsins.