Innheimtar kröfur lesnar út
Þegar skráin sem senda skal til baka er tekin út er farið í Skilagreinar og þaðan í Skilagreinar og greiðslur. Valinn er liðurinn Opinber gjöld í skrá. Sýna þarf fleiri reiti ef velja á dagsetningarafmörkun við skilin. Valin er útborgun eða tímabil og mikilvægt er að velja kröfutegund opinberra gjalda einnig. Ef það er ekki gert koma staðgreiðsluskattar og fleira í skrána. Skráin er vistuð niður á skráarsvæði rafrænna sendinga og þaðan verður að senda hana sem viðhengi í tölvupósti á innheimtumann ríkissjóðs. Netföngin tbrkrafa@runuvinnsla.is og tbrlaunagr@fjs.is hafa hingað til verið virk til þess en vera má að fleiri kostir séu í boði.