Kröfur lesnar inn
Þegar skrá hefur verið móttekin er hún vistuð niður á eitthvað svæði sem er aðgengilegt launafulltrúa.
Því næst er farið í kröfubók og valinn Innlestur. Þá er valin línan Opinber gjöld og Í lagi (eða tvísmellt). Kröfutegund opinberra gjalda er merkt í uppsetningu svo ekki þarf að velja kröfutegund.
Ef búið er að reikna útborgun áður en kröfurnar eru lesnar inn er hægt að velja útborgunina þarna. Þá eru einungis lesnar inn kröfur á þá starfsmenn sem eiga opinn launaseðil í viðkomandi útborgun. Þá er ýtt á Í lagi og kröfurnar lesast inn. Þá er ekkert eftir nema staðfesta þær í launaútreikning.