Kröfur lesnar inn
Þegar skrá hefur verið móttekin er hún vistuð niður á eitthvað svæði sem er aðgengilegt launafulltrúa.
Því næst er farið í kröfubók og valinn Innlestur. Þá er valin línan Opinber gjöld og Í lagi (eða tvísmellt). Kröfutegund opinberra gjalda er merkt í uppsetningu svo ekki þarf að velja kröfutegund.
![](../__attachments/45416594/image-20220915-125559.png?inst-v=bb2e6759-bd59-4c4d-9470-d5831b921d4c)
![](../__attachments/45416594/image-20220914-145543.png?inst-v=bb2e6759-bd59-4c4d-9470-d5831b921d4c)
Ef búið er að reikna útborgun áður en kröfurnar eru lesnar inn er hægt að velja útborgunina þarna. Þá eru einungis lesnar inn kröfur á þá starfsmenn sem eiga opinn launaseðil í viðkomandi útborgun. Þá er ýtt á Í lagi og kröfurnar lesast inn. Þá er ekkert eftir nema staðfesta þær í launaútreikning.