Skip to main content
Skip table of contents

Lífeyrissjóðir starfsmanna

Smellt er á Lífeyrissjóðir til þess að skilgreina þá lífeyrissjóði sem greiða á til vegna starfsins.

Reitur

Skýring

Kóði

Kóði lífeyrissjóðs í töflu lífeyrissjóða. Við að velja lífeyrissjóð tengist stöðluð uppsetning lífeyrissjóðsins sjálfkrafa viðkomandi starfi.

Breytt

Í þennan reit kemur sjálfkrafa hak ef uppsetning sjóðsins á þessu starfi víkur frá staðlaðri uppsetningu lífeyrissjóðsins sjálfs. Ætti yfirleitt ekki að vera nema á séreignarsjóðum.

Séreignarsjóður

Segir til um það hvort sjóðurinn er séreignarsjóður eða ekki. Athugið að allir starfsmenn frá 16 - 70 ára eru skyldugir að greiða í samtryggingarlífeyrissjóð þannig að einn slíkur þarf að vera á öllum störfum innan þess aldursbils.

Spjald í valrönd

Ef smellt er á spjald í valröndinni opnast uppsetning lífeyrissjóðsins (sjá mynd). Þar er hægt að breyta henni ef hún þarf að víkja frá staðlaðri uppsetningu. Einnig er t.d. hægt að merkja að aldursviðmið eigi ekki að virka, t.d. ef menn vilja greiða áfram í séreignarsjóð eftir að 70 ára aldri er náð.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.