Notendur launakerfis
Það sem mikilvægt er að gera strax er að velja lykilorð á launanotandann. Það er gert með því að leita að notendur í leitinni og velja þar Launakerfisnotendur.
Þetta lykilorð er það lykilorð sem þú notar í hvert sinn sem þú ferð inn í launakerfið. Ef fleiri en einn notandi á að hafa aðgang að launakerfinu er búin til ný lína fyrir neðan þessa með upplýsingum þess notanda.
Passa verður að sjálfgefnu launa- og kröfubækurnar séu rétt valdar á notandann. Notandaupplýsingar má einnig nálgast út frá Stofngögnum launakerfis, á aðgerðaborðanum.