Skip to main content
Skip table of contents

Orlofshækkanir – aldurs eða starfsaldurstengdar

Það er hægt að setja aðvörun í gang varðandi orlofshækkanir. Reiturinn Orlofskóði opnar leiðina að því.
Ef valin er ör hér og síðan Ítarlegt þá opnast valmynd fyrir stofnun reglunnar fyrir orlofshækkanir. Þær eru ekki eins hjá öllum félögum en stofna verður sérstaka uppsetningu fyrir hverja reglu.

Hér er hægt að skrá orlofskóða sem tengist viðkomandi kjarasamningi. Hér á bak við er tafla með uppsetningum á breytingu á orlofi eftir starfsaldri eða lífaldri. Í flestum kjarasamningum er gert ráð fyrir að slík réttindi aukist með hækkandi aldri.

Ef slík uppsetning fylgir kjarasamningi þá gerir kerfið viðvart með athugasemd á launaseðli að viðkomandi launþegi eigi rétt á hækkun orlofs. Kerfið breytir aldrei sjálfvirkt uppsetningu orlofs á starfi. Athugið að tölurnar á myndinni eru bara til að sýna hvernig þetta er gert en ekki samkvæmt einhverjum samningi.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.