Ef fyrirtækið er með vikulaun, 2ja vikna eða hálfsmánaðarlaun þá eru ekki allir sem vilja draga allt frá í einu. Ef skráin með kröfunum er opnuð og vistuð í Excel er auðvelt að reikna út þá fjárhæð sem menn vilja draga frá í hverri viku. Síðan er notaður Innlestur krafna úr Excel við að lesa þær inn í kröfubók.
En það er nú kannski sjálfsagt ef einungis er um að ræða útvarpsgjaldið að draga það frá í einu lagi þrátt fyrir að einungis sé um viku eða hálfsmánaðarlaun að ræða.