Það er hægt að handskrá inn launataxta með því að velja Launataxtar í valmynd.
Það er samt einfaldast að lesa launataxta inn úr Excel skjali ef slíkt er fyrirliggjandi. Eina skilyrðið er að hver taxti sé í einni línu í skjalinu. Einu gildir hvar byrjað er í skjalinu því það er hægt að skrá inn fjölda hauslína og í hvaða dálki á að byrja innlesturinn.

Sjálfsagt er að velja nálgun án aukastafa ef lesin eru inn mánaðarlaun en mögulega er betra að hafa nálgunina 0,01 ef lesnir eru inn dagvinnutaxtar því þeir eru oft með aukastöfum.