Skip to main content
Skip table of contents

Starfsmenn


Undir Starfsmenn eru aðgerðir sem snúa að starfsmanninum sjálfum. Þar höfum við valmöguleikana að stofna nýja starfsmenn, breyta eða skoða spjald starfsmanna, skrá fjarveru og tengja viðhengi.
Í listanum er hægt að fara undir flýtiflipann Færsluleit og skoða flesta þá þætti sem eru undir spjaldi viðkomandi.

Starfsmenn - spjald

Á starfsmannaspjaldi eru upplýsingar um starfsmann skráðar og þeim viðhaldið á skilvirkan hátt. Yfirmenn og stjórnendur geta á auðveldan hátt nálgast allar upplýsingar um starfsmanninn, eins og menntun og hæfi, starfsferil starfsmanns, nöfn og símanúmer nánustu ættingja til að nálgast í neyðartilfellum.
Hægt er að skrá launakerfisupplýsingar út frá starfsmannaspjaldi. Á þann hátt er tryggt að allar nauðsynlegar upplýsingar séu til staðar og að þær upplýsingar flæði yfir í Launakerfið.

Borði starfsmannaspjalds

Á borðanum á starfsmannaspjaldinu er að finna þau atriði er snúa að starfsmanni og upplýsingum tengdum honum.

Reitur

Skýring

Skrá launakerfisupplýsingar

Hægt er að skrá inn launakerfisupplýsingar er varða starfsmanninn og láta flæða yfir í Launakerfið. Ath að í Mannauðsgrunni þarf að vera virkt tenging við Launakerfi.

Athugasemdir

Hægt að bæta við athugasemdum.

Víddir

Víddir við starfsmenn.

Mynd

Hægt að skoða mynd af starfsmanni. Mynd er sett inn í upplýsingaglugga hægra megin á síðunni.

Menntun og hæfi

Menntun og hæfi starfsmanns skráð. Nánar er farið í skýringar fyrir þennan glugga neðar.

Starfsferill

Þessi tafla heldur utan um þær breytingar sem gerðar eru á starfsmanninum í Mannauðskerfinu.

Trúnaðarupplýsingar

Hægt að nota ef starfsmenn eiga t.d. hlutabréf í fyrirtækinu eða ef greiddar eru tryggingar fyrir hann.

Önnur aðsetur

Hér eru skráð önnur aðsetur en lögheimili, einnig ef viðkomandi er tímabundið búsettur á öðrum stað. Þá er Upplýsingaflokkskóti settur inn í flipann Stjórnun á starfsmannaspjaldi.

Ættmenni

Hér er hægt að skrá ættmenni starfsmanns.

Stöðugildi

Yfirlit yfir breytingar á stöðugildi starfsmanns.

Uppl. um. ýmsa hluti

Hér er hægt að skrá þær eignir sem fyrirtækið útvegar starfsmanni.

Nánari skýring - Menntun og hæfi á starfsmann

Reitur

Skýring

Menntunar- og hæfiskóti

Sækir í töfluna Menntun og hæfi undir Störf en einnig er hægt að bæta við hér.

Frá dags

Hvenær viðkomandi menntun/hæfi hófst.

Til dags

Hvenær viðkomandi menntun/hæfi var lokið.

Tegund

Hvar var menntunin fengin, s.s. innan fyrirtækis eða utan eða hjá fyrri vinnuveitanda.

Lýsing

Nánari lýsing á menntun/hæfi.

Stofnun/Fyrirtæki

Hvar var menntun/hæfi fengin. Nafn á skóla eða fyrri vinnustað.

Nám

Nánari lýsing á námi eða námskeiði.

Athugasemd

Ef athugasemd er skráð undir flipanum færsluleit þá kemur í þennan reit.

Gráða

Sækir í töfluna Hæfi undir Uppsetning en einnig er hægt að bæta við hér.

Menntunarflokkur

Sækir í töfluna Menntunarflokkur undir Uppsetning en einnig er hægt að bæta við hér.

Þekkingarstig

Hér er tilgreint hversu mikil þekkingin, hægt er að velja milli Nokkur, Ágæt og Mjög góð.


Starfsmannaspjald

Á spjaldi starfsmanns eru fliparnir Almennt, Samskipti, Stjórnun, Persónulegt og Stöðugildi. Á þeim er fyllt inn í viðeigandi reiti fyrir hvern starfsmann.

Almennt

Undir flipanum Almennt er að finna allar helstu grunnupplýsingar varðandi starfsmanninn, s.s. nafn og kennitölu, heimilisfang, yfirmann o.s.frv. Hér kemur starfsaldur einnig fram og hvort hann er óskilgreindur.

Samskipti

Í flipanum Samskipti eru upplýsingar sem tengjast síma og tölvupósti ásamt öðrum aðseturs kóta.

Stjórnun

Reitur

Skýring

Nr. umsækjanda

Hér er úthlutað númer sem starfsmaður fékk þegar/ef hann sótti um starf hjá fyrirtækinu. Það þarf að setja upp númeraröð í grunni Mannauðskerfis.

Nr. starfs sem sótt er um

Hér sést númer þess starfs sem sótt var um. Það þarf að setja upp númeraröð í grunni Mannauðskerfis.

Ráðningardags

Hér er dagsetning þess dags sem starfsmaðurinn hóf störf hjá fyrirtækinu.

Staða

Hér er tilgreint ráðningarstöðu starfsmanns eða skilgreina starfslok. Möguleg staða er Virkur, Óvirkur og Starfslok.

Óvirkur, dags

Hér á að tilgreina dagsetninguna þegar starfsmaðurinn varð óvirkur, til dæmis vegna veikinda eða fæðingarorlofs.

Ástæðukóti óvirkni

Hér er hægt að velja ástæðukóta óvirkni. Ástæðukótar fást með því að smella á örina hægra megin í reitnum. Hægt er að bæta við kótum að vild.

Dags. starfsloka

Hér er tilgreint daginn þegar starfsmaðurinn lét af störfum t.d. vegna aldurs eða uppsagnar.

Ástæðukóti starfsloka

Hér er valinn starfslokakóti. Ástæðukótar fást með því að smella á örina hægra megin í reitnum. Hægt er að bæta við kótum að vild.

Síðast breytt, dags

Í þessum reit sést hvenær starfsmannaspjaldið var síðast uppfært/breytt.

Starfssamningskóti

Hér er valinn starfssamningskóti starfsmanns sem sýnir á hvers konar ráðningasamningi hann er. Samningskótarnir koma í ljós þegar smellt er á örina hægra megin í reitnum.

Upplýsingaflokkskóti

Hér er valinn kóti upplýsingaflokks sem nota má við vinnslu tölfræðilegra upplýsinga. Upplýsingaflokkskótar koma í ljós þegar smellt er á örina hægra megin í reitnum.

Forðanr.

Hér er hægt að sækja forðanúmer starfsmanns ef hann er skráður sem forði í kerfishlutanum Forði. Forðanúmerin birtast í glugganum þegar smellt er á ör hægra megin í reitnum. Hægt er að stofna starfsmann sem forða ásamt því að skoða forðaspjald starfsmanns með því að fara í valmyndaborðann og velja Forði. Þegar tilteknar upplýsingar um starfsmann eru uppfærðar í starfsmannaspjaldi uppfærir kerfið sjálfkrafa forðaspjald og spjald sölumanns. Reitir sem eru uppfærðir á forðaspjaldi eru nafn, aðsetur, kennitala, starfsheiti, póstnúmer og hvenær starfsmaður hóf störf. Reiturinn Nafn er uppfærður á spjaldi sölumanns.

Windows kenni notanda

Hér er hægt að sækja windows kenni notanda.

Kóti sölumanns/innk.aðila

Hér er sótt kóta sölumanns eða innkaupaaðila ef starfsmaðurinn er skilgreindur sem sölumaður eða innkaupaaðili í fyrirtækinu.

Er yfirmaður

Hér er hakað við ef starfsmaður er yfirmaður.

Persónulegt

Kennitala starfsmann kemur fram hér. Félagskóti er settur hér inn ef það er verið er að greina starfsmenn niður eftir félögum.

Stöðugildi

Flipinn Stöðugildi heldur utan þau stöðugildi sem starfsmaðurinn hefur. Hér er hvert stöðugildi listað upp sem starfsmaðurinn er í eða hefur verið í innan fyrirtækisins.

Reitur

Skýring

Stöðugildi

Hér er kóti stöðugildis.

Lýsing

Hér er frekari lýsing á stöðugildinu.

Starfshlutfall

Starfshlutfall á viðkomandi stöðugildi sem starfsmaður er í.

Frá dags og til dags

Í þessum dálkum er hægt að setja byrjunar dagsetningu stöðugildis fyrir starfsmanninn og lokadagsetningu í eftirfarandi starfi.

Starfsnúmer

Hér er starfsnúmer starfsins. Fylgir stöðugildinu.


Hægt er að velja hvert stöðugildi og ýta á Starfslýsing, þar má finna frekari lýsingu á stöðugildi.

Ef valið er stöðugildi og starfsmenn eru starfsmenn tengdir við stöðugildið. Athugið að í Launakerfi verður að finnast starf með sama starfanúmeri til þess að tenging vegna jafnlaunavottunar standist. Það kemur villa ef þetta er ekki klárt þannig að þá er ekki hægt að tengja starfsmann við stöðugildið.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.