Stöðugildi
Undir stöðugildum er hvert stöðugildi sett upp sem eru í boði eða heimild er fyrir. Á borðanum má sjá almenna lýsingu á stöðugildinu, sjá hvaða starfsmenn eru í viðkomandi stöðugildi og hæfniskröfur sem eru settar á það.

Stöðugildi - spjald
Á spjaldinu eru settar inn nánari upplýsingar um stöðugildið.

Skýringar
Reitur | Skýring |
Stöðugildi | Hér er nafn stöðugildis sett inn. |
Lýsing | Lýsandi texti fyrir stöðugildið, einnig er hægt að skrifa nánari lýsingu á borða undir Almenn lýsing. |
Starfsnúmer | Starfanúmer stöðugildis, starfsmaður sem fer í þetta stöðugildi fær starfanúmer, tengt starfatöflu í Launakerfi og þar fær launþegi þetta númer ef tenging við Launakerfið er virk. |
Skipulagseining | Notað fyrir sveitarfélög. Má nota til þess að aðgreina staðsetningu og þess háttar. |
Leyfð stöðugildi % | Heildar % fyrir stöðugildið, fullt stöðugildi er 100%. Sem dæmi ef það eru 5 full störf í boð, þá mun þessi reitur vera 500. |
Leyfð frá/ Leyft til | Hér er sett inn dagsetning ef stöðugildið á aðeins að vera virkt í ákveðinn tíma. |
Kjarasamningur | Hér er kjarasamningur tengdur við stöðugildið. |
Launaflokkur | Hér er tengdur launaflokkur úr Launakerfinu við stöðugildið. |
Starfslýsingarkóti | Hér er kóti starfslýsingar bætt við stöðugildið. Yfirleitt er verið að nota Almenna lýsingu á stöðugildi. |
Starfsmenn í stöðugildi | Hér er hægt að sjá fjölda starfsmanna í stöðugildi og lista yfir þá starfsmenn. |
Heildar starfsprósenta | Heildar prósenta sem er nýtt fyrir eftirfarandi stöðugildi. |
Skipulagsgreining-vídd | Hér koma upplýsingar um hvaða vídd á við stöðugildið. |
Jafnlaunavottun

Neðst á stöðugildisspjaldinu eru reitir til þess að skilgreina stig jafnlaunavottunar á þessu stöðugildi. Þess vegna verður að reikna með því að stofnuð séu stöðugildi um hvert starf sem hefur sérstaka starfslýsingu og kröfur til starfsmanna.
Matsflokkum í stigagjöf jafnlaunavottunar er skipt í þætti eftir því hvort þeir eru einungis starfsbundnir eða bara persónubundnir. Hér er einungis hægt að velja þá matsþætti sem eru starfsbundnir.
Á spjaldinu koma fram valdir þættir og samtala. Hér á myndinni fyrir ofan eru tveir þættir sem mynda stigafjölda starfs en auðvitað er þetta yfirleitt margþættara. Persónubundnir þættir eru síðan valdir inn á spjald hvers starfsmanns sem tengdur er við stöðugildið en þeir eiga þá að rökstyðja af hverju tveir starfsmenn í sama starfi hafa mishá laun. Sjá hér í næsta kafla.