Afrita verk
Í verklista undir Vinnsla má finna aðgerðina Afrita verk. Þessi aðgerði er með ýmsum valkostum
Frá verklista er farið í Vinnsla -> Afrita verk þar er fyllt út í þau atriði sem við á.
Undir flipanum Afrita úr er valið það verk sem á að afrita, þeir verkhlutar sem á að afrita. Verkhlutanr. frá og Verkhlutanr. til er haft tómt ef afrita á alla verkhluta en einnig er hægt að afrita aðeins valda verkhluta.
Athugið ef afritað er frá verki sem hefur bókaðar færslur þarf að passa að hafa Uppruni = Ekkert. Sé það ekki gert þá afritast óreikningsfærðar færslur verksins sem afritað er yfir á nýja verkið.
Á flipanum Afrita í er settar inn upplýsingar fyrir nýja verkið sem á að stofna, verknúmer, lýsing og verkkaupi.
Á flipanum Nota er hægt að velja um að afrita verð, magn og víddir inn á nýja verkið.