Afrita verk (sniðmát)
Hægt er að merkja verk sem henta til afritunar sem Sniðmát. Það er gert með því að haka á Verkspjaldi við reitinn Sniðmát. Hægt er að setja upp sérstök sniðmátsverk sem eru eingöngu notuð til afritunar en einnig má nota önnur verk sem sniðmátsverk.
Aðgerðin Afrita verk (sniðmát) má finna á verkspjaldi undir Aðgerðir -> Afrita.
Þegar nýtt verk hefur verið stofnað, þ.e. verkið fengið Nr., Lýsing og Reikn.færist á viðskm. er valin aðgerðin Afrita verk (sniðmát). Þá opnast listi yfir þau verk sem hafa verið merkt sem Sniðmát. Valið er það verk sem á að afrita, kerfið afritar þá allar stillingar og verkhluta sniðmátsverksins inn á nýja verknúmerið.