Yfirferð Prófarka
Eftir að prófarkir hafa verið myndaðar er hægt að skoða þær í Opnar prófarkir. Einnig er hægt að fara í Prófarkir – Listi og þar undir Afmörkun er hægt að skoða prófarkir eftir stöðu þeirra: Opnar, Staðfestar, Reikningsfærðra prófarka og Bókaðra prófarka.
Við yfirferð prófarkar er hægt að gera ákveðnar breytingar áður en reikningur er myndaður. Hægt er að breyta einingaverði og lýsingu en stærsti kosturinn við prófarkir eru reitirnir Geyma og Fella(Auka). Með því að setja inn gildi í reitinn Geyma er hægt að geyma þessa línu í heild sinni eða að hluta til og verður hún þá ekki reikningsfærð með þessu tímabili. Þegar gildi er sett í Fella(Auka) reitinn er hægt að bæta við eða fella niður hluta af tímunum sem skráðir voru á verkið. Einnig er hægt að bæta við línuafslætti á prófarkir bæði með því að setja afsláttinn handvirkt inn á valdar línur eða með aðgerðinni Setja afslátt% sem setur afslátt á allar línur prófarkarinnar.
Undir línur eru líka aðgerðahnappar. Þar er til að mynda hægt að geyma margar línur í einu með því að velja þær allar og nota aðgerðina Geyma valdar línur undir Aðgerðir. Þar eru fleiri aðgerðir eins og að Fella niður valdar línur og að Setja afslátt % á valdar línur. Hér er einnig möguleiki á að flytja línur í nýja próförk eða í valda próförk.
Þegar ábyrgðaraðili hefur yfirfarið próförkina getur hann Staðfest próförkina og fer hún þá úr opnar prófarkir og er tilbúin til reikningsfærslu.