Aðgangur fyrir utanaðkomandi bókara eða endurskoðanda
Innifalið í áskrift er frír aðgangur fyrir utanaðkomandi bókara eða endurskoðanda. Til þess að stofna aðganginn, fylgið leiðbeiningunum á myndbandinu hér fyrir neðan.
Til að geta sent aðganginn á utanaðkomandi bókara eða endurskoðanda þarf að byrja á því að stilla tölvupóstssendingar úr kerfinu, sjá leiðbeiningar hér: Uppsetning tölvupóstssendinga úr Business Central
Stillingar heimilda
Utanaðkomandi bókari eða endurskoðandi fær sjálfkrafa eftirfarandi heimildir inn í kerfið. Bæta þarf inn æskilegum heimildum á notandann.
AUTOMATE - EXEC |
|
D365 BUS FULL ACCESS |
|
D365 READ |
|
EDIT IN EXCEL - VIEW |
|
EXPORT REPORT EXCEL |
|
LOCAL |
|
Skoða þarf hverja heimildasamstæðu vel áður en hún er skilgreind á notanda. Hægt er að skilgreina heimildir inn á mismunandi fyrirtæki. Ef starfsmaður á að sjá um laun í fyrirtæki A en ekki í fyrirtæki B, þá er hægt að skilgreina það með því að velja Fyrirtæki í heimildarlínuna.
SUPER notandi hefur heimildir á allt í kerfinu. Það er ekki æskilegt að allir notendur hafi SUPER réttindi. Hægt er að velja úr heimildasamstæðum fyrir hvern notanda á notandaspjaldi.