Aðgangur fyrir utanaðkomandi bókara eða endurskoðanda
Innifalið í áskrift er frír aðgangur fyrir utanaðkomandi bókara eða endurskoðanda. Til þess að stofna aðganginn, fylgið leiðbeiningunum á myndbandinu hér fyrir neðan.
Til að geta sent aðganginn á utanaðkomandi bókara eða endurskoðanda þarf að byrja á því að stilla tölvupóstssendingar úr kerfinu, sjá leiðbeiningar hér: Uppsetning tölvupóstssendinga úr Business Central
Sá sem býður utanaðkomandi bókara eða endurskoðanda inn í kerfið verður að vera altækur stjórnandi (e. global admin) eða stjórnandi notenda (e. user admin).
Aðgangur fyrir utanaðkomandi bókara eða endurskoðanda - leiðbeiningar
Til að sækja bjóða utanaðkomandi bókara eða endurskoðanda inn í Business Central er farið í leitina (ALT+Q) og leitað að Notendur.
Þar er valin aðgerðin Vinnsla – Bjóða ytri endurskoðanda.
Þá opnast uppsetning með hjálp þar sem notandi þarf að samþykkja að deila gögnum fyrirtækisins með utanaðkomandi bókara/endurskoðanda. því næst er smellt á Áfram og fylla þarf inn í upplýsingar um utanaðkomandi aðilann, þar þarf að setja inn tölvupóst og nafn. Eins er hægt að skrifa inn skilaboð sem þú vilt að fylgi með í tölvupóstinum til bókarans/endurskoðandans. Að lokum er smellt á Áfram, þá fær sá aðili tölvupóst með link til að komast inn í Business Central.
Bókarinn eða endurskoðandinn þarf að notast við linkinn úr tölvupóstinum til að komast inn í Business Central.
Nú hefur leyfinu verið úthlutað á þetta ákveðna tölvupóstfang þá þarf að muna eftir að sækja notandann inn í Business Central þá er farið í leitina (ALT+Q) og leitað að Notendur.
Þar er síðan valin aðgerðin Vinnsla – Uppfæra notendur úr Microsoft 365. Við það stofnast notandinn á lista yfir Business Central notendur. Á notandaspjaldi er svo hægt að stilla hvaða heimildir sá notandi á að hafa og inn í hvaða fyrirtæki.
Stillingar heimilda
Utanaðkomandi bókari eða endurskoðandi fær sjálfkrafa eftirfarandi heimildir inn í kerfið. Bæta þarf inn æskilegum heimildum á notandann.
AUTOMATE - EXEC |
|
D365 BUS FULL ACCESS |
|
D365 READ |
|
EDIT IN EXCEL - VIEW |
|
EXPORT REPORT EXCEL |
|
LOCAL |
|
Ef endurskoðandi/ bókari á að hafa heimildir inn í sérkerfi Wise þarf að hafa heimildasamstæðurnar BASE BASIC/BASE GRUNN og WISELCS BASIC. Ef bókarinn/endurskoðandinn er með heimildasamstæðuna SUPER má sleppa BASE BASIC/BASE GRUNN. Ef hann er ekki SUPER en á að nota sérkerfi Wise þarf að setja á hann heimildarsamtæður fyrir þau sérkerfi sem hann á að hafa aðgang að.
Skoða þarf hverja heimildasamstæðu vel áður en hún er skilgreind á notanda. Hægt er að skilgreina heimildir inn á mismunandi fyrirtæki. Ef starfsmaður á að sjá um laun í fyrirtæki A en ekki í fyrirtæki B, þá er hægt að skilgreina það með því að velja Fyrirtæki í heimildarlínuna.
SUPER notandi hefur heimildir á allt í kerfinu. Það er ekki æskilegt að allir notendur hafi SUPER réttindi. Hægt er að velja úr heimildasamstæðum fyrir hvern notanda á notandaspjaldi.