Skip to main content
Skip table of contents

Breyting á sniðmáti

Ef óskað er eftir því að breyta sjálfgefna sniðmátinu þá er það að finna undir Stillingar í innsetningarálfinum.

Dæmi:

Ef óskað er eftir að allir viðskiptamenn sem stofnaðir eru hafi sömu greiðsluskilmála, þá þarf að fylla út í Kóti greiðsluskilmála í því sniðmáti sem valið er. Til að breyta sniðmáti er valið Áfram í uppsetningarálfinum. Þar er síðan farið í Stillingar – sniðmát valið (í þessu dæmi, Sjálfgefið viðskiptamannasniðmát) – Velja af öllum listanum.

Eftir að Velja af öllum listanum í Breyta – Stillingar gagnaflutnings hefur verið valið, þá kemur upp nýr gluggi þar sem aðgerðin Breyta (undir flipanum Aðgerðir) er valin.

Þá opnast glugginn Breyta – Sniðmát viðskiptamanns– Innlendir viðskiptamenn og þar er þeim gildum sem eiga að vera í sniðmátinu bætt við. Í okkar dæmi myndum við setja gildi í Kóti greiðsluskilmála undir flipanum Greiðslur. Þegar búið er að fylla út þau gildi sem eiga við, þá er örin í efra vinstra horni valin og þá hefur sniðmátinu verið breytt.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.