Ef óskað er eftir því að breyta sjálfgefna sniðmátinu þá er það að finna undir Stillingar í innsetningarálfinum.

Dæmi:

Ef óskað er eftir að allir viðskiptamenn sem stofnaðir eru hafi sömu greiðsluskilmála, þá þarf að fylla út í Kóti greiðsluskilmála í því sniðmáti sem valið er. Til að breyta sniðmáti er valið Áfram í uppsetningarálfinum. Þar er síðan farið í Stillingar – sniðmát valið (í þessu dæmi, Sjálfgefið viðskiptamannasniðmát) – Velja af öllum listanum.

Eftir að Velja af öllum listanum í Breyta – Stillingar gagnaflutnings hefur verið valið, þá kemur upp nýr gluggi þar sem aðgerðin Breyta (undir flipanum Aðgerðir) er valin.

Þá opnast glugginn Breyta – Sniðmát viðskiptamanns– Innlendir viðskiptamenn og þar er þeim gildum sem eiga að vera í sniðmátinu bætt við. Í okkar dæmi myndum við setja gildi í Kóti greiðsluskilmála undir flipanum Greiðslur. Þegar búið er að fylla út þau gildi sem eiga við, þá er örin í efra vinstra horni valin og þá hefur sniðmátinu verið breytt.