Skip to main content
Skip table of contents

Stofnun gagna með Excel - notkun innsetningarálfs

Sniðmát fyrir stofnun gagna

Athugið að sniðmát hefur verið sett upp fyrir stofnun gagna svo óþarfi er að fylla út í bókunarflokka í skjalinu nema þeir eigi ekki að fylgja sniðmátinu. Fylgið leiðbeiningum í kaflanum Breyting á sniðmáti ef þið óskið eftir því að breyta sjálfgefna sniðmátinu.

Sniðmátið sem kemur sjálfkrafa var stofnað með innlenda viðskiptamenn og lánardrottna í huga, svo ef einhverjir viðskiptamenn og/eða lánardrottnar eiga að vera skilgreindir sem erlendir (með 0% VSK) þá þarf að breyta sniðmátinu fyrir þá.


Notkun innsetningarálfs

Til að stofna mikinn fjölda gagna í einu er einnig hægt að nota Excel við innlestur þeirra.

Þegar viðskiptamannalisti, lánardrottnalisti eða birgðalisti er opnaður í fyrsta skipti, birtist neðangreind athugasemd. Smellt er á Opna gagnaflutning til þess að halda áfram.

Við það opnast innsetningarálfur sem kallaður er Gagnaflutningur sem aðstoðar við gagnaflutningana. Fylgið leiðbeiningum uppsetningarálfsins.

Excel skjalið sem myndast inniheldur 4 töflur og er uppsetning þeirra skilgreind niður á hverja blaðsíðu (sheet): Bókhaldslykil, viðskiptamenn, lánardrottna, vörur.

Excel skjalið, dæmi um viðskiptamann

Vistið útfyllt Excel skjal.

Veljið Áfram í gagnaflutningnum og sækið vistaða Excel skjalið

Eftir að leiðbeiningunum hefur verið fylgt til enda gefur kerfið til kynna hversu mikið af gögnum var lesið inn og upplýsingagluggi áþekkur þessum kemur upp.

Þá er einfaldlega valið Í lagi og síðan Ljúka. Þá er gagnaflutningi lokið.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.