Innsetning gagna
Í þessum kafla verður farið yfir einfaldar aðgerðir í Business Central svo sem setja inn stofngögn, stofnun bankareikninga, stofnun viðskiptamanna, stofnun lánardrottna og stofnun birgða. Athugið að leiðbeiningarnar miðast við að hlutverkið Viðskiptastjórnandi sé valið á notandann. Ef það er ekki valið þá er mælt með að það sé sett upp með því að nota leiðbeiningarnar í kaflanum Velja hlutverk á notanda.
Athugið að ef um stóra viðskiptamannalista, lánardrottnalista eða birgðalista er að ræða, þá er hægt að nota innsetningarálf sem er útskýrður í í kaflanum Stofnun gagna með Excel. Ef um flókin gögn er að ræða þá ráðleggjum við þér að hafa samband við ráðgjafa Wise sem getur gefið tilboð í innlestur svo hægt sé að stofna gögnin.