Rafrænir reikningar (RSM)
Rafrænir reikningar samanstanda af tveimur grunneiningum.
Móttaka rafrænna reikninga:
Verkferlið við móttöku reikninga er í meginatriðum þannig að fyrst eru skeytin sótt. Síðan er gengið frá bókunarstýringum sem tengjast þeim reikningum sem sóttir voru. Að lokum eru þeir sendir áfram í uppáskrift, sem innkaupareikningar, beint í færslubók eða innkaupakerfið eftir því sem við áSending rafrænna reikninga:
Verkferlið við sendingu á reikningum er í raun ósýnilegt gagnvart notandanum. Fara þarf í viðskiptamannaspjald þeirra viðskiptamanna sem eiga að móttaka rafræna reikninga og skilgreina þá sem móttakendur rafrænna reikninga, það er gert með aðgerðinni RSM miðlari.
Til að geta notað rafræna skeytamiðlun við sendingu og móttöku reikninga. Þá þarf að ganga frá samningi við Wise um skeytamiðlun.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér: Handbók fyrir Rafræna reikninga Wise
Kaflaskipting rafrænna reikninga:
Uppsetning Rafrænir reikningar - sú uppsetning sem þarf að vera lokið til að nota kerfið.
Ítarleg uppsetning RSM - farið í gegn um hvar hægt er að gera breytingar á stillingum síðar meir (RSM grunnur, Verkröð).
Helstu aðgerðir í rafrænum reikningum - sending og móttaka rafrænna reikninga.