Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning Rafrænir reikningar

Uppsetning

Fyrsta skref er að breyta hlutverkinu í Rafræn samskipti, en það er gert undir Mínar stillingar (alt+T): Til að byrja með þarf að setja Rafræna reikninga Wise upp í Business Central.

Að setja upp Rafræna reikningar Wise - myndband

Á myndbandinu hér fyrir neðan er farið í gegn um uppsetning með hjálp að Setja upp Rafræna reikninga Wise. Farið er yfir standard uppsetningu en fyrirtæki þarf að setja upp miðað við sínar forsendur, t.d. velja viðbótaupplýsingar sem henta, bókunaraðferð og sinn skeytamiðlara.

Myndband þar sem bókunaraðferð er Uppáskrift (ef uppáskriftarkerfi Wise er til staðar og í notkun):

https://youtu.be/lP6ddg4OstQ

Myndband þar sem bókunaraðferð er Innkaup:

https://youtu.be/zVvIWlrf3qE

Að setja upp Rafræna reikningar Wise - leiðbeiningar

Farið í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjól sem er staðsett efst í hægra horni vafrans.

Veljið Setja upp Rafræna reikniknga Wise og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni. 

Við það opnast nýr gluggi Uppsetningarálfur. Veljið þar Áfram.

Skref 1. Haka við ef nota á Selt til upplýsingar.

Skref 2. uppsetning viðbótaupplýsingar - skilgreina hvar verða settar inn ítarupplýsingar sem berast eiga til viðskiptavinar. Þessum upplýsingum er alltaf hægt að breyta eftir á.

Skref 3. Val um hvort sameina eigi línur á sölureikningum. Þessum upplýsingum er alltaf hægt að breyta eftir á.

Skref 4. Bókunaraðferð - segir hvar bóka á reikning - þrjár leiðir Uppáskrift, innkaup eða færslubók. Eftir þessa uppsetningu þá er næsta skref breytilegt eftir því hvað valið er.

Ef valið er að bóka í uppáskrift þá þarf að velja hvert í uppáskriftakerfinu reikningur á að fara - hvort hann eigi að fara í skráningu (mælum með því til að byrja með) eða beint til viðkomandi samþykkjanda í uppáskrift.

Ef færslubók er valin þá kemur upp gluggi þar sem þarf að velja hvaða færslubók á að nota.

Ef Innkaup er valið ferðu beint í skref 5.

Skref 5. Þar þarf að setja inn upp lýsingar um skeytamiðlara

Skref 6. Velja í hvaða fyrirtæki uppsetningin á að taka gildi fyrir.

Þegar búið er að velja fyrirtæki þá er uppsetningu lokið.

Til hamingju, grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur byrjað að nýta þér möguleika kerfisins.

 


RSM möppun - myndband

Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig ný mælieing er stofnuð í RSM möppun. Fyristæki þarf að stofna þá greiðsluhætti og mælieiningar sem fyrirtækið notar. Í handbók RSM er hægt að fá upplýsningar um fleiri kóta eða með því að smella hér.

https://youtu.be/2PPizIoQNHI

RSM möppun - leiðbeiningar

Búið er að setja upp möppun fyrir VSK kóta inn í kerfið, en stofna þarf möppun fyrir þá greiðsluhætti sem fyrirtækið notar ásamt þær mælieiningar sem fyrirtækið notar. Hér fyrir neðan er listi yfir algenga möppun. Í handbók RSM er hægt að fá upplýsningar um fleiri kóta eða með því að smella hér.


Stofnun RSM viðskiptamanns - myndband

Til að senda rafræna reikninga á viðskiptavini þarf að merkja viðskiptavininn sem RSM viðskiptavin. Á myndbandinu hér fyrir neðan er farið yfir hvernig það er gert.

https://youtu.be/TQ7Yk4k21Z0

Stofnun RSM viðskiptamanns - leiðbeiningsr

Til að senda rafræna reikninga á viðskiptavini þarf að merkja viðskiptavininn sem RSM viðskiptavin. Á viðskiptamannaspjaldi er smellt á Vinnsla og valin aðgerðin Bæta viðskiptamanni í RSM.

Við það opnast gluggi sem spyr hvort eigi að stofna viðskiptavininn sem RSM viðskiptavin, þar er valið . Ef viðskiptavinurinn er þegar stofnaður sem RSM viðskipavinur opnast listi yfir alla stofnaða viðskiptamenn.

Þá er búið að stofna viðskiptavininn inn í RSM og munu reikningar sem bókaðir eru á hann fara framvegis inn í rafræna sendingu.

Frekari útlistun á aðgerðum kerfisins má finna í handbók Rafrænna reikninga Wise.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.